03.01.2016 23:59

4 ættliðir

 
 
 

03.01.2016 23:57

Kappar

 

03.01.2016 23:54

Smugan

 

03.01.2016 23:47

Fundið fé

 

 
 
 
 

20.12.2015 19:03

Leiðangur

 
 

 

 

15.12.2015 23:55

Hvað leynist þarna ???

 

 

 

 
 

15.12.2015 23:45

Seint koma sumir.....

Frekar óskýr mynd að koma beint úr kuldanum og inn í fjárhús
 

 

 

08.12.2015 00:41

kl 00:45

 
Getið farið inn á þessa slóð hér til hægri undir  Veður 1 og önnur  slóð  Veður 2

08.12.2015 00:12

veðrið um miðnætti

veðrið á miðnætti,ath klukkan er ekki rétt á skjánum hún er einum tíma of sein

04.12.2015 00:30

Svar óskast

 
Nú ætla ég að spyrja ykkur, þekkir einhver hver maðurinn er ?????  myndin tekin 2 des.

26.11.2015 00:11

Kerlingin á Drangsnesi

 Í árdaga þegar öll tröll höfðu hrökklast undan landnámi mennskra manna vestur á firði ákváðu þrjú nátttröll að moka sund milli meginlandsins og Vestfjarða, stofna þar tröllaríki og búa þar í friði fyrir mannfólkinu. Sér til gamans ákváðu þau að búa til eyjar af öllu því efni sem myndaðist af mokstrinum.

Tröllunum sem mokuðu að vestanverðu inn Gilsfjörðinn tókst að mynda þær óteljandi eyjar sem finnast á Breiðafirði, en tröllkerlingunni sem baslaði austanmegin inn Kollafjörðinn, tókst aðeins að mynda nokkra varphólma og blindsker.

Tröllin voru áhugasöm um verkið og gáðu ekki að sér í tíma. Sólin reis á himni og urðu þau að leita skjóls í skyndi til að daga ekki uppi.

Tröllin í Gilsfirði hlupu yfir Steinadalsheiði út Kollafjörðinn og urðu að steinum í Drangavík við Kollafjarðarnes.      

Kerlingin sem mokaði að austanverðu náði að stökkva norður yfir Steingrímsfjörð og staðnæmdist hjá klettabelti sem Malarhorn heitir, þar sem kauptúnið Drangsnes stendur. Þar hafði hún geymt uxa sinn meðan hún sinnti mokstrinum.

Þegar hún sá hvað henni hafði gengið illa að fylla upp í Húnaflóann og búa til eyjar, náði hún ekki upp í nef sér fyrir bræði og henti skóflunni af alefli í Hornið.

Við það spratt úr því spilda með uxanum og öllu öðru sem á því var og myndaði Grímsey sem er stærst eyja á Húnaflóa. Í því náði sólin að skína á kerlinguna og hún varð að drangi þeim sem stendur í þorpinu.

Þarna stendur kerla síðan við fjöruborðið og horfir á uxa sinn sem dagaði uppi við norðurenda eyjarinnar og stendur þar bergnumin. Þessari sögu til sönnunar segja menn að grjótlagið í eynni sé allt hið sama og í Malarhorni.