Færslur: 2012 Mars

30.03.2012 15:38

Hlýir vindar

Fjöldskyldu fundur

Þessar sluppu út í leit að vorinu

29.03.2012 22:37

Vatnavextir

 

 

26.03.2012 11:45

Túnið

Tekin 26 mars.       Svellin á túninu eru á undanhaldi rignir töluvert . 

Tekin 27 mars.

Tekin 28 mars.

24.03.2012 16:44

Leitin af vorinu

Fórum í góða veðrinu í leit af  vorinu held bara að það sé komið allavega í dag frábært veður logn  og sól tókum myndir af þeim fuglum sem eru mættir á svæðið.   Fleiri í myndaalmbúmi.

 

Gæsakjötið

Þessi fékk að fljóta með ( hvorki fugl né fiskur)

21.03.2012 22:28

Brúargerð

Teknar 10 mars

 


Tekin 21 mars.

21.03.2012 20:46

Sólskinsdagur í dag

Eins og sést þá er töluvert mikill snjór í garðinum okkar

Fyrsti sólardagurinn í dag sem sólin er allan daginn enda engin vanþöf á ef svellin eiga að fara af túnunum sem fyrst, svellin komu í janúar svo þau mættu nú fara og engin eftirsjá í þeim.

21.03.2012 11:26

Mottumars

Þessi tekur þátt í mottumars, sýnst að það gangi bara vel hjá honum þótt að hann safni eingöngu á bringuna.

17.03.2012 22:35

Strandagangan 2012

Þá er Strandagöngunni  þetta árið lokið og tóku þátt 79 manns sem er bara góð þátttaka enn heimanmenn mættu nú vera fleiri arfaslök mæting þar, þessi ganga væri hvorki fugl né fiskur ef Ísfirðingar mættu ekki en þeir björgðu okkur núna með mætingu svo er Ullur og Akureyri líka duglegir að mæta með sitt fólk þökk sé þeim, ekki var veðrið að leika við okkur þennan daginn hvasst var skafrenningur brautin sem var búið að leggja var á kafi svo troðið með snjósleða, snjórinn var frekar sleipur og sumstaðar var gamall snjór vind hægði og sólarglæta sást er leið gönguna, en þetta fór allt vel fram allir komust til skila og fengum gott kaffi á eftir.smiley

Lukkutröll Strandagöngunnar.

 

14.03.2012 18:40

Vinna og veður

Það sem er af þessum mánuði er búið að vera miklar hitasveiflur í veðrinu annað hvort frost eða þíða og ekkert minnka svellin á túnunum þó að þiðni alltaf kemur snjórinn ofan á allt aftur þó ekki í miklum mæli, snjórinn heldur sér ennþá á fjöllum sem betur fer fyrir þá sem hafa atvinnu af því, bóndinn er búinn að taka af öllu fénu og höfum við ekki tekið  af svona snemma fyrr, alltaf gott að þetta er búið þessi erfiði,  Birkir tók af gemilngunum sem voru ansi fjörugir og erfitt að taka þeim. Búið er að fósturtelja fyrir viku  svo nú er verið að telja saman hvað lömbin munu vera mörg í vor og panta merkin fyrir vorið þau munu líklega verða fyrir valinu merkin frá Höfða og þá örmerki sem við erum nokkuð forvtin að kynna okkur, nokkuð spennandi dæmi það, en nokkuð dýrt startið en getur þess í staðinn sparað allt erfiðið í haustraginu og allan rugling.

 

 

14.03.2012 15:01

Sápa í gjafaumbúðum

Þessar fást með tveimur sáputegundum, tvær litlar af hvorri tegund.

11.03.2012 17:28

Heimagerðar sápur

Geri heimagerðar sápur þessar eru meðal annars úr kinda- og hrossafitu með þurkuðum þara, einnig er ég með fleiri tegundir úr öðrum efnum,  fleiri myndir í albúmi og set fleiri inn  seinna, nánari upplýngar stadur1@simnet.is

09.03.2012 11:51

ATH: allir

Nokkuð sem allir ættu að hugleiða, hvaða  svaladrykki við erum að gefa okkar börnum og einnig fyrir okkur fullorðna fólkið, ALGJÖR VIBBI.

03.03.2012 22:17

Vorboðinn

Þann fyrsta mars sást til einnar álftar á flugi fram dal og er það nú kanski sá vinsælasti vorboðinn en allavega er alltaf gaman að fá fuglana  á vorin til landsins, bóndinn er byrjaður að taka snoð af ánum og kanski koma tveir aðstoðamenn eftir helgina og hjálpa honum svo á þriðjudaginn 7/3 verður svo sónað hjá okkur, Stakkanesi og á Ósi.

01.03.2012 12:11

Febr.

Heilt á litið var febrúar bara ágætur, löguðum gólfið í þvottahúsinu,eitt skíðamót var sem er afburðar léleg frammistaða hjá félaginu því engin afsökun vegna veður, fengum barnabörnin í heimsókn yfir helgi stutt það,fórum þorrablót sem var mjög lélegt aldrei farið á  eins leiðinlegt  þorrablót,GSM sambandið hjá Vodafon fór og var ansi erfitt að koma þeim í skilning um að þetta væri bilað hjá þeim og endaust hringt í okkur og beðin að slökkva á símanum og taka kortið úr ætluðu ekki að skilja að bilunin var hjá þeim, fórum náskeið hjá ráðunautaþjónstunni  þetta var nr. 2 en þau verða 6 í allt, breyttum gjafaaðstöðu í efri húsunum,héldum áfram að rækta okkur.smiley

  • 1