Færslur: 2015 Júní

30.06.2015 16:26

Enn um girðingar

 
Bændur í Biskupstungum óttast að riðusmit kunni að berast frá Norðurlandi í sumar. Matvælastofnun ætlar ekki að lagfæra sauðfjárveikivarnargirðingu á Kili vegna fjárskorts og það sama gildir um fleiri girðingar sem eru skemmdar.

Sauðfjárveikivarnargirðingin á Kili liggur milli Langjökuls og Hofsjökuls, aðskilur Norður- og Suðurland og tryggir að fé gangi ekki á milli Húnavatnssýslna og Biskupstungna. Kristján Jónsson, bóndi í Stóradal, hefur séð um að halda girðingunni við og fengið greitt frá Matvælastofnun. Á föstudag fékk hann þau svör að ekki ætti að gera við girðinguna í sumar. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti í Biskupstungum, segir bændur ósátta við það ef Matvælastofnun ætli ekki að gera við girðinguna á Kili.

Óttast riðusmit milli Norður- og Suðurlands

„Það komu nú bara upp þrjú riðutilfelli á Norðurlandi í fyrravetur. Það er búið að skera niður vegna riðu hér í Tungunum tvisvar með kostnaðarsömum og sársaukafullum aðgerðum og ef þessi girðing er ekki í lagi er algjörlega fyrir séð að það myndi margt fé streyma þarna á milli sem má bara ekki gerast,“ segir Sigríður. Hún bendir  að vegna þess hve seint voraði séu Húnvetningar að fara að sleppa á næstu dögum eða innan hálfs mánaðar. „En tíminn er fljótur að líða og það verður að leysa úr þessu máli. Það verður að vera hægt að gera við girðinguna um leið og hún kemur undan snjó.“

MAST þurfti að forgangsraða

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun þurfti vegna fjárskorts að forgangsraða þeim girðingum sem verður haldið við í sumar og urðu nokkrar, sem hefði þurft að laga, útundan.  Bjarki R. Kristjánsson, forstöðumaður rekstrar og mannauðssviðs MAST, segir það mjög bagalegt. „Við höfum verið að berjast fyrir þessu fjármagni undanfarin ár. Höfum fengið viðbótarfjárveitingu og framlag úr sjóðum en núna virðist allt vera upp urið.“

Fleiri girðingar munu „leka“ í sumar

Hann segir að auk Kjalarlínu hafi þurft að fresta viðhaldi á hluta af Tvídægralínu úr Arnarvatni niður í Langjökul og einnig hluta af Hvammsfjarðarlínu sem liggur í Hrútafjörð. „ Við höfðum spurnir af því að við fengjum viðbótarframlag á næsta ári en það er ekkert fast í hendi,“ segir Bjarki.

 Rúnar Snær Reynisson fréttastofa RÚV

09.06.2015 11:45

Veðurnöll

 

Verð að fá smá útrás og nölla vegna þessa veðurs sem er búið að ganga yfir okkur nú þetta vorið

og það komið fram í júní og ekki skánar það jú það er eitthvð hærri hitinn en í maí,

þessi síðustu skot eru svo miklir öfgar að engum lifandi kvikindum er vært að vera utnn dyra,

maður getur ekki anna en vorkennt  þeim kindum sem eru úti í þessum óþverra,

þær standa í keng  undir einhverjum börðum og í  skurðum

og ekki eru lömbin skárri hríðskjálfa rennandi blaut og hafa sig ekki í að fylgja ánni enda sá ég nokkur lömb

móðurlaus eftir  daginn í gær,

getur verið að sá sem öllu ræður sé að vinsa úr þau aumu og þau sterkari lifa af,

ef svo er þá hlítur það hafa komið í ljós eftir daginn í gær,

ætla allavega vona það að við fáum ekki fleiri svona skíta skot ,

því miður þá hefur þetta veður komið hart niður á öllu sauðfé í landinu og afurðir verða miklu slakari í haust

og heimtur slæmar,

en verð þó að þakka það að við erum nú þessa stundina með sól og il og gróðurinn er að taka við sér

enda er tími kominn á  það,

læt þetta duga í dag góðar stundir.

.

 

06.06.2015 18:00

Allt tekur enda

Elsku pabbi Sigvaldi Guðmundsson lést þann 12 maí siðastliðinn, myndin er tekin eftir útför hans.

 

Pabbi og mamma á góðri stund.
 

06.06.2015 17:54

Litlu lömbin

 
 

06.06.2015 17:51

Einir á báti

 
 

06.06.2015 17:47

Fæðing

Þessi ullar bara á heiminn og finnst kalt

06.06.2015 17:43

Skjólshús

 Kindurnar hjá Tóta á Ósi fá gott skjól í kulda tíðinni í vor

 

06.06.2015 17:40

Góðir saman

 

 

 

 

06.06.2015 17:25

Allir á vaktinni

 

 

 

06.06.2015 17:19

Í byrjun sauðburðar

 

 

 

 

 

06.06.2015 17:13

Vor í lofti

 Teknar 9 maí, vor í lofti eða þannig

 

03.06.2015 18:56

Tignarleg

 

 
  • 1