Færslur: 2016 Júní

29.06.2016 21:37

Lágfóta

Tófan reyndist vera með tíu spörfuglsunga í kjaftinum_2NOTA

Tófan reyndist vera með tíu spörfuglsunga í kjaftinum

Guðmundur Sigvaldason refaskytta á Reykhólum sinnir grenjavinnslu á svæðinu frá Gilsfjarðarbotni að Klettshálsi á Barðaströnd. Nýverið skaut hann tófu sem var á leið heim í greni sitt. Í kjafti tófunnar voru hvorki fleiri né færri en tíu fuglsungar, aðallega skógarþrestir. „Ég hef aldrei séð tófu með svona marga unga, en hins vegar hef ég séð meira magn í einum kjafti. Þá var tófa sem ég skaut með átta stokkandarunga og fór meira fyrir þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir hann dæmi um að tófa á greni fari allt upp í þrjár ferðir eftir vistum á sólarhring. Þannig geti hún því gert mikinn usla í varpi, bæði étið egg og taki svo ungana eftir að þeir klekjast út. Eggin sem hún ekki kemst yfir að éta grefur hún í kaldan jarðveg og kemur sér upp forða fyrir haustið og veturinn.

Guðmundi til aðstoðar við grenjavinnsluna er Trausti bróðir hans í fríum. Síðan í maí hafa þeir alls náð 80 tófum en um hundrað frá áramótum. „Við erum ekki alveg búnir ennþá með yfirferð okkar, en við leitum í 138 þekktum grenjum á þessu svæði og eigum eftir að líta í nokkur þeirra. Þetta greni sem tófan með þrastarungana náðist við var í Borgarlandi í Reykhólasveit. Í því tilfelli var grenið niður við sjávarmál og leitaði tófan upp í landið til að ræna hreiður þar. Aðspurður segir Guðmundur tófuna sífellt vera að færa greni sín nær sjó. „Mesta hættan er sú að ef varp misferst þá taki tófan upp á því að fara í lömbin. Ef þær byrja að leggjast á fé, þá hætta þær því ekki. Því er mikilvægt að skjóta alla dýrbíta sem fyrst verði vart við dýrbitið fé. Við höfum hins vegar verið blessunarlega laus við dýrbíta hér í Reykhólasveitinni í þrjá áratugi eða svo. Hér er hins vegar mikið af hlaupadýrum og tel ég ástæðuna meðal annars þá að mikið er borið út af æti á Steingrímsfjarðarheiði. Ef lagt er út agn fyrir tófuna á háfjöllum er ekki alltaf veður til að fylgjast með og þá getur hún haft óþarflega greiðan aðgang að æti. Þá lifa hlaupadýrin frekar en ella.“ Þannig segist Guðmundur hafa rakið spor tófu allt frá Þorskafjarðarheiði og niður í Þorskafjörð.

Tófan reyndist vera með tíu spörfuglsunga í kjaftinum_3

Frétt úr  Skessuhorni.

29.06.2016 10:48

Skoðun

 

29.06.2016 10:47

Fúgað

 

26.06.2016 12:36

Vegurinn gamli

Bóndinn hljóp Bjarnafjarðarháls fram og til baka
 
 
 

26.06.2016 12:33

Viðrað

 
Tekin brjálaður konsert úti

26.06.2016 12:28

Upp á fjall

 Þreyttir félagar

 
 
 

26.06.2016 12:24

Sólstöðuganga

Gengið fram Þiðriksvalladal og upp á Spena

 

20.06.2016 20:58

Krí krí

Ekki er hreiðurgerðin  mikil hjá þessum fugli og svo bara eitt egg

20.06.2016 20:56

Fallegar fyrirsætur

 Myndast alltaf vel þessar dúllur

 

20.06.2016 20:53

make up

þessi fær make up í sumar  og kominn tími til, ekkert verið gert síðan 2004.

20.06.2016 18:01

Steinadalsheiðin

Hópurinn sem fór frá  Kleifum í Gilsfirði yfir að Stóra - Fjarðarhorni Kollafirði

Hópurinn sem fór frá Stóra-Fjarðarhorni og yfir í Gröf í Bitrufirði

Fleiri myndir albúmi  Steinadalsheiðin

12.06.2016 23:25

Gilsfjörðurinn

 

 

Hjóluðum Gilsfjarðarhringinn alls 32 km. nokkuð mikill strekkingur á móti fram fjörðinn að norðan verðu

en í bakið að sunnan verðu út fjörðinn, töluverður strekkingur á hlið yfir Gilsfjarðarfyllinguna.

Fleiri myndir í albúmi Gilsfjörður.

 
 

12.06.2016 23:21

Nýtt tún

 
 

12.06.2016 23:16

Í sambandi

 Þóra litla loksins komin út

 

12.06.2016 23:09

Hjónakornin

 

þessi hjón mæta á hverju vori