07.01.2014 21:41
Völvuspá vísir.is 2014. |
Sumarið felur sig
Mikill snjór verður víða á landinu í febrúar og mars. Á suðvesturhorninu verður veturinn erfiður en vorið kemur í apríl, eftir mikið páskahret. Um páskana verður erfitt tíðarfar um mestallt land. Þar sleppur norðausturhornið best. Sumarið verður best á Norður- og Austurlandi. Þar verða hlýindi og alvöru sumar. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður vorið og framan af sumri mjög kalt, en á Suðurlandi og suðvesturhorninu verður sólarlítið og úrkomusamt og ekki hægt að segja að þar sé mikið sumarveður. Seinni hluti ágústmánaðar verður góður, sólríkur og hlýr.
Völvuspá spyr.is 2014
|
Bændur lenda ekki í hremmingum. Veturinn verður frekar leiðinlegur. Snjór verður á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi. Það hlýnar ágætlega um 10.maí en kólnar síðan aftur fram í júní og þá fáum við ósköp venjulegt veður.
Bændur munu ekki lenda í neinum hremmingum eins og síðustu misseri. Haustið kemur ekki snemma og október verður nokkuð vætusamur.
Spárnar eru hér til hliðar í heil sinni.
|