07.01.2014 21:41

                Völvuspá vísir.is 2014.

 

               Sumarið felur sig
Mikill snjór verður víða á landinu í febrúar og mars. Á suðvesturhorninu verður veturinn erfiður en vorið kemur í apríl, eftir mikið páskahret. Um páskana verður erfitt tíðarfar um mestallt land. Þar sleppur norðausturhornið best. Sumarið verður best á Norður- og Austurlandi. Þar verða hlýindi og alvöru sumar. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður vorið og framan af sumri mjög kalt, en á Suðurlandi og suðvesturhorninu verður sólarlítið og úrkomusamt og ekki hægt að segja að þar sé mikið sumarveður. Seinni hluti ágústmánaðar verður góður, sólríkur og hlýr.

                        Völvuspá spyr.is 2014

 

Bændur lenda ekki í hremmingum.

Veturinn verður frekar leiðinlegur.  Snjór verður á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi.  Það hlýnar ágætlega um 10.maí en kólnar síðan aftur fram í júní og þá fáum við ósköp venjulegt veður.

Ég get ekki kallað þetta neitt annað en venjulegt íslenskt sumarveður.  Það þarf samt enginn að hafa áhyggjur af rigningasumri eins og var síðastliðið sumar.

Bændur munu ekki lenda í neinum hremmingum eins og síðustu misseri.  Haustið kemur ekki snemma og október verður nokkuð vætusamur. 

 

Spárnar eru hér til hliðar í heil sinni.