Blogghistorik: 2019 N/A Blog|Month_2

17.02.2019 23:48

1 - 10 feb.

 

Þessi mánuður byrjar með hörku frosti og stillu 5 feb. fór að hvessa að norðan 

og skafa  einnig hlánaði aðeins en ekki  neitt til að tala um.

Höfum getað farið á gönguskíðin mjög hressandi íþrótt ef ekki er hægt að fara á skiðin

þá er farið í þreksalinn eða í  hópíþrótt sem boðið er upp á í  íþróttasalnum.

Fengum elsta soninn og tvo drengina hans í heimsókn  eina helgina.

Gerðumst uppvaskarar  eftir þorrablótið á Drangsnesi gert  til styrktar Skíðafélagsins.

Fjarðargangan var haldin á Ólafsfirði ekki var hægt að hafa hana á laugadeginum

 vegna veðurs, en færð á sunnudag og var gerð braut 5 km. innanbæjar 

því hætta var á snjóflóðum þar sem hún átti að vera, tveir afleggjarar frá  okkar 

fóru á á mótið og gerðu góða hluti.

Yfir og út.

01.02.2019 21:07

21-31 jan

 

Veðurspáin  hefur gengið eftir með hægviðri og frosti, af og til með töluverðu frostl,

29 jan. fór að hvessa og snjóa svo þá er alltaf skafrenningur,

höfum komist á gönguskíðin bæði troðin braut hérna heima og í Selárdalnum

æðislegt að komast út dag eftir dag án þess að þurfa að troða braut í hvert skipti bara hoppa á stað,

fórum á þorrablót á Reykhólum í miklu stuði þar og hittum fyrrum sveitunga, systkyn og frændfólk.

Komumst að því að hrúturinn sem  við lóguðum fyrr í mánuðinum hefur klikkað,  flestar ærnar

hafa gengið upp svo að síðasta ærin gekk þann 23 jan. svo hún mun bera um miðjan júní.

Hrútarnir teknir úr ánum þann 31 jan. mikil slagsmál  og læti þegar þeir komu saman.

Yfir og út.

  • 1