Blogghistorik: 2010 N/A Blog|Month_2

12.02.2010 11:57

Sjónvarpshæð

Sjónvarpshæðin

Frábært veður sem ekki er hægt að láta framjá sér fara svo það var ákveðið að fara af stað sér til heilsubótar, lögðum bílnum við afleggjarann inn á Hólmavík og lögðum af stað að Hermannslundi en þangað er 1 km. fórum upp á Sjónvarpshæð þangað upp er 721 m.staldrað við og skrifað í gestabókina, flott útsýni sást um allt, fórum sömu leið til baka og var ákveðið að fara upp að Borgarvörðunni skrifuðum þar líka í gestabókina, var farið síðan sömu leið til baka, drulla  langmest alla leiðina  þungt var og blautt upp Borgirnar, var þessi leið 7 km. alls.

07.02.2010 11:25

Bjarnafjarðarháls

Bjarnafjarðarhálsinn

Fórum frá afleggjaranum upp á hálsinn sunnan meginn og er 1.7 km. upp að Selkolluskiltinu héldum þaðan áfram er mælirinn sýndi 3 km. smérum þá við til baka, Golpi var með í för,  mjög gott veður logn en sólin var gengin undir, hressandi útivera.

02.02.2010 00:00

Borgirnar

Borgirnar

Göngutúr í dag um  Borgirnar fór frá íþróttahúsinu í mjög góðu veðri sól og logn en frekar kalt en hressandi, upp að efstu vörðunni eru 1.3 km. skrifaði í gestabókina og er fólk duglegt að fara þarna upp eftir margir hafa skrifað undanfarið, fór niður Háaklifið og gekk Hafnarbrautina til baka og voru þetta 5.5 km.

  • 1