Blogghistorik: 2012 N/A Blog|Month_10

29.10.2012 18:11

Nú fer veturinn að heilsa okkur

Allar kindur eru komnar síns heima ,3 síðustu komu heim í dag þær voru í Hólasunndalnum og voru ekkert á því að koma heim hafa líkast til ekki séð veðurspána í dag enda er netsambandið ekkert í þessum dal og vildu vera þar sem engin truflun væri, þær sem eru á myndinni komu í gær ásamt tveimur öðrum ofan Kleppustaði, allar veturgamlar.

27.10.2012 18:40

2005

Mynd frá Jóni H.H

23.10.2012 15:50

Skjaldbökur

Það bættist eitt skilið í viðbót, aldrei nóg af þeim við stórt verk  sem gengur á skjaldböku hraða.

 

23.10.2012 10:39

Gömlu húsin fá flott útlit

 

Sem betur fer eru ekki öll gömlu húsin orðin sumarús, búið er í húsinu sem er á efstu  myndinni.

16.10.2012 19:11

Gaman að veiða

18 okt. verður stóri strákurinn minn hann Jóhann 9 ára,  til hamingju með daginn.

 

 

09.10.2012 20:50

Pottaferð

Veðurblíðan alveg frábær.

08.10.2012 23:02

Krúttið

Alveg tilvalið að fá sér lúr á meðan bílvélin er ennþá heit.

08.10.2012 22:55

Flakkari

 

 

08.10.2012 22:31

Ekkert fyndið lengur

 Bóndinn fór á stað í morgunn í leit af kindum í von um að fá sínar eigin kindur sem okkur vantar, en kemur þess í stað heim með 12 stk. bláar og hvítar og þurfti að skilja eftir tvær er gáfust upp, verður farið á morgun að vitja um þær, þessar kindur voru í Skaflagilinu sem er fremst í Aratungudal, komið var  heim eftir 5 1/2 tíma göngu eftir mikið streð enda eru þær ekki að fara í rétta átt, þessar kindur voru frá 5 bæjum.