Veður búið að vera gott frost og stillur og frostlaust á milli vor í lofti,
Vasafarar flugu út 28 feb.fimmtudagur voru það 7 karlar sem ganga
svo er ein kona aðstoðarbílstjóri og kokkur,
bóndinn varð veikur um nóttina fyrir flugið og ekki var útlitið gott
en flogið var út og gekk vel
síðan tekur við að ná í bílaleigubílinn og brunað í bústaðinn,
morguninn þann 1 mars föstudagur var farið
að ná í öll gögn og skoðað sig um og skíðin prufuð í góðri braut og góðu veðri,
en bóndinn var skilinn eftir í bústaðnum
og gat sig ekkert hreyft lá bara fyrir og svaf.
þegar heim var komið í bústað var sonurinn farinn að finna
tll veikinda og hafði líka hægt um sig og á laugadeginum var einn enn orðinn veikur
og útlitið orðið slæmt fyrir gönguna á sunnudeginum.
fBóndinn fór út á laugadaginn til að undirbúa skíðin fyrir morgundaginn
og hjálpaði hinum að bræða undir og kenndi þeim að bræða ceran á sem aðrir
hafa kennt honum fyrir nokkrum árum, og kom í ljós að ekki hafi verið mikil kunnátta
hjá hinum að bræða rétt og hefði hann mátt fá
meira þakklæti fyrir þessa tilsögn og fóru þeir
með góð skíði í keppnina og bara ánægðir með rennslið.
En allir hörkuðu þetta af sér og fóru í gönguna hundveikir
og ekki bætti veðrið þetta farið að snjóa og hvessa hefur ekki verið svona slæmar
aðsæður í um 30 ár þarna,
Snjórinn var eins og sykur gamall og síðan blandaðist nýr saman við mest
alla leiðina var brautarlaust mjög erfitt færi.
En allir fóru þeir af stað og komust þessa 90 km. en sá sem veiktist dagin áður fór 47 km.
og hætti sem var mjög skinnsamlegt hjá honum miða við aðstæður,
bóndinn fékk harðan snjó í annað augað í miðri göngu
og blörraði það sjónina og fór til læknis og fékk krem í augað.
Mánudagurinn var algjört frí og fóru tveir sem veiktust síðast til læknis
og voru þeir í allskonar rannsóknum og myndatökum og kom í ljós að báðir voru
komnir með lungnabólgu og settir á sýkklalyf,
og þá er þriðjudagurinn runnin upp og þá er heimferð um morguninn.
Mikið voru þeir fegnir að komast heim til að jafna sig heima
og voru bara ánægðir að hafa farið og komist
þessa göngu þótt tímarnir voru ekki upp á það besta
svo alltaf er hægt að bæta tímann seinna.
En búskapurinn hélt sínu striki og kom Heiða til að fósturtelja
þennan sunnudaginn 3 mars svo ég þurfti að fá mannskap til að hjálpa mér
elsti sonurinn og tveir yngstu synir hans kom á fimmtudeginum og voru til mánudags
og svo kom mákona mín og bóndinn á næsta bæ og dönsk/þýsk kona með honum,
talningin gekk vel og eru 2 lömb á kind.
10 mars fór bóndinn að rýja snoðið að fénu slappur ennþá en harkar þetta af sér.
YFIR OG ÚT.
|