Færslur: 2019 Janúar
13.01.2019 13:32
11-20 jan
![]() |
Hlýtt hefur verið suðlægar áttir í byrjun janúar, og fauk grindverkið kringum kirkjugarðinn að hluta um koll í sv. rokinu, en þann 12 fór að snúast í norðlægar áttir og frysta einnig snjóa þótt ekki værið það mikið.
skíðafélagið ætlar að hafa sína fyrstu æfingu í Selárdalnum þann 13/1 snjórinn er mjög lítill og kemur grasið allstaðar uppúr þegar troðið er
þann 17 jan var Flandrahlaup það fjórða í Borganesi og voru 3 fulltrúar héðan í hlaupinu, hlaupið var í frekar slæmu færi slabb og sleipt
19 jan snúast vindar aftur í suðlægar áttir og frostlaust,
fyrsta Íslandsgangan fór fram þann 19 jan á Akureyri Hermannsgangan og eigum við tvo fulltrúa þar spennandi að fylgjast með því,
veðrið var slæmt og þurfti að fresta um 3 klst. og einnig stittu þeir brautina úr 24 km. í 16 km. veðrið gekk ekki niður fyrr en að gangan var yfirstaðin.
Aftur hlánaði þann 20 jan. en spáin segir að eigi að frysta starx aftur.
Yfir og út.
10.01.2019 20:58
1-10 jan 2019
![]() |
Árið byrjar vel frost var í nótt, en 2 jan var skrítinn, öll börnin barnabörnin og tengdabörnin fara til sín heima
en þau flest búin að vera hérna öll jólin og áramótin
og eftir verðum við tvö sem er svo sem ekkert nýtt hjá okkur,
við finnum okkur svo sem alltaf eitthvað fyrir okkur að gera,
tókum númerin niður í kindunum hjá hvejum hrút og settum inn í fjárvís,
fengitíma fer að ljúka síðasta ær gekk í gær svo vonandi ekki meir,
ætlum samt að hafa hrútana í ánum fram að mánaðarmótum,
veðrið í janúar er búið að vera það gott að hægt er að hafa glugga vel opna í fjárhúsunum
sem er mikill kostur,
þurftum að lóga einum hrút hann fékk slæmsku í nýrun,
svo má ekki gleyma hreyfunginni hún verður að vera annan eða hvern dag ef vel á að vera,
9 jan gerði SV rok og fór vindur í kviðum í 31 m sek. en hékk í 17 - 20 stöðugur vindur
hiti um 10 stig, sluppum bara vel svo var komið frost í morgunn,
enginn snjómokstur hefur verið þar sem af er af janúar.
Yfir og út.
09.01.2019 15:43
Haustskýrsla 2018
Bú | Gerð | Fita | Fallþungi |
---|---|---|---|
Broddanes | 11,40 | 7,76 | 19,0 |
Bassasstaðir | 11,27 | 7,72 | 19,9 |
Heydalsá R. | 11,01 | 7,90 | 18,9 |
Miðdalsgröf | 10,81 | 7,25 | 18,3 |
Smáhamrar | 10,65 | 7,18 | 18,3 |
Staður | 10,55 | 7,58 | 19,6 |
Heydalsá G. | 10,43 | 6,99 | 18,2 |
Oddi | 10,41 | 7,93 | 20,6 |
Steinadalur | 10,24 | 7,40 | 18,7 |
Skjaldfönn | 10,17 | 8,30 | 19,6 |
Heiðarbær | 10,04 | 6,82 | 17,9 |
Gröf | 9,88 | 6,88 | 19,2 |
Gautshamar | 9,78 | 8,20 | 18,9 |
Laugarholt | 9,71 | 7,92 | 21,4 |
Miðhús V+B. | 9,65 | 7,25 | 18,1 |
Stakkanes | 9,54 | 7,00 | 18,0 |
Klúka | 9,51 | 6,76 | 17,5 |
Innri - Ós Þ. | 9,49 | 7,42 | 18,4 |
Innri - Ós H+H. | 9,34 | 6,58 | 17,9 |
Þorpar | 9,30 | 6,64 | 16,7 |
Miðhús U+G. | 9,26 | 6,87 | 17,8 |
Húsavík | 9,13 | 6,80 | 17,6 |
Þambárvellir | 9,12 | 6,79 | 16,7 |
Tröllatunga | 9,11 | 6,69 | 17,1 |
Stóra - Fjarðarhorn | 9,07 | 6,45 | 17,0 |
Kaldrananes | 8,92 | 7,12 | 18,5 |
Ytri - Ós | 8,83 | 6,37 | 16,8 |
Bræðrabrekka | 8,81 | 5,91 | 16,8 |
Skriðnesenni | 8,36 | 6,95 | 16,7 |
Snartatunga | 8,17 | 6,89 | 17,7 |
Þórustaðir | 6,98 | 5,58 | 15,4 |
09.01.2019 15:00
Haustskýrsla haust 2018
Bú | Þungi | Fædd lömb |
---|---|---|
Laugarholt | 38,8 | 1,89 |
Bassastaðir | 38,5 | 2,00 |
Heydalsá R. | 36,4 | 2,02 |
Innri-Ós Þ. | 35,4 | 1,97 |
Oddi | 35,2 | 1,88 |
Snartatunga | 34,5 | 2,10 |
Smáhamrar | 34,5 | 1,97 |
Miðdalsgröf | 33,9 | 1,97 |
Kaldrananes | 33,6 | 1,91 |
Skjaldfönn | 33,4 | 1,71 |
Staður | 33,2 | 1,76 |
Stakkanes | 32,3 | 1,88 |
Gröf | 32,0 | 1,88 |
Heiðarbær | 31,6 | 1,84 |
Broddanes | 31,6 | 1,74 |
Klúka | 31,5 | 1,90 |
Heydalsá G. | 31,3 | 1,83 |
Gautshamar | 30,9 | 1,74 |
Húsavík | 30,8 | 1,88 |
Innri - Ós H+H. | 30,5 | 1,87 |
Tröllatunga | 30,4 | 1,89 |
Miðhús V+B. | 30,4 | 1,81 |
þambárvellir | 29,9 | 1,86 |
Þorpar | 29,7 | 1,82 |
Stóra-Fjarðarhorn | 28,9 | 1,82 |
Skriðnesenni | 27,2 | 1,76 |
Ytri - Ós | 26,7 | 1,76 |
Miðhús U+G | 26,5 | 1,84 |
Steinadalur | 26,4 | 1,73 |
Bræðrabrekka | 26,1 | 1,71 |
Þórustaðir | 23,5 | 1,68 |
- 1