Færslur: 2018 Mars

23.03.2018 16:48

Vel á minnst

 

Líflambaflutningar

23.03.2018

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til líflambaflutninga í Þjónustugátt Matvælastofnunar. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. júlí skv. reglugerð um flutning líflamba milli landssvæða.

Til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í búfénaði og stuðla að útrýmingu sjúkdóma er óheimilt að flytja sauðfé, geitur og nautgripi yfir varnarlínur nema með leyfi frá Matvælastofnun. Þá er einnig bannað að flytja sauðfé og geitur milli hjarða á svæðum þar sem riða er landlæg og hefur greinst undanfarin 20 ár.

Þessi svokölluðu sýktu svæði eru eftirtalin varnarhólf og svæði:

  • Vatnsneshólf 
  • Húna- og Skagahólf 
  • Skjálfandahólf nema Skútustaðahreppur, Engidalur, Lundarbrekka og bæir þar fyrir sunnan
  • Suðurfjarðahólf 
  • Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf 
  • Biskupstungnahólf 
  • Auk þess er Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða sýkt svæði í Tröllaskagahólfi og Sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Árborg og Grafningur í Grímsnes- og Grafningshreppi í Landnámshólfi.

Í dag eru fjögur varnarhólf á landinu sem eru skilgreind sem líflambasöluhólf en það eru Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, N-Þingeyjarsýsluhluti Norðausturhólfs og Öræfahólf.

Þeir sem óska eftir því að flytja líflömb þurfa að sækja um flutninginn til Matvælastofnunar og uppfylla skilyrði reglugerðar um flutning líflamba milli landssvæða:

  • Kaup eru gerð við sauðfjárbónda sem hefur leyfi til sölu líflamba.
  • Kaup á líflömbum eru gerð í því skyni að endurnýja bústofn vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma, vegna búháttabreytinga og/eða kynbóta á fjárstofni bús.
  • Kaupendur skulu uppfylla ákvæði reglugerða um aðbúnað, fóðrun og merkingar búfjár.
  • Smitvarnir á býli kaupenda eru fullnægjandi.

Ekki er veitt leyfi til flutninga á líflömbum milli líflambasöluhólfa. Ekki er veitt leyfi til flutninga á líflömbum frá svæðum þar sem bólusett er við garnaveiki (Snæfellsneshólf) til svæða þar sem ekki er bólusett við garnaveiki.

Sauðfjárbændur sem óska eftir að selja líflömb skulu sækja um söluleyfi á Þjónustugátt Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl. Sauðfjárbóndi sem nú þegar hefur fengið leyfi til að selja líflömb heldur því milli ára án umsóknar, svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði reglugerðarinnar. Tilkynna þarf Matvælastofnun ef óskað er að söluleyfi verði fellt niður og mun stofnunin þá taka nafn búsins af lista yfir bú sem hafa leyfi til að selja líflömb.

Skv. reglugerðinni skulu eftirfarandi skilyrði uppfyllt til að leyfi til líflambasölu sé veitt:

  • Býli sauðfjárbónda er á líflambasölusvæði (Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, N-Þingeyjarsýsluhluti Norðausturhólfs, Öræfahólf).
  • Eðlilegur fjöldi fullorðins fjár skal hafa verið sendur frá býli sauðfjárbónda í sláturhús eða hausum skilað inn til sýnatöku vegna riðuveiki undanfarin ár.
  • Sauðfjárbóndi skal uppfylla ákvæði reglugerða um aðbúnað, fóðrun og merkingar búfjár.
  • Sauðfjárbóndi skal hafa haldið fullnægjandi skráningar á viðskiptum með búfé og skráningar á sjúkdómum og lyfjanotkun í fé undanfarin ár.
  • Nautgripir skulu ekki hafa verið fluttir á bæinn frá bæjum utan sóttvarnarsvæðis nema með leyfi héraðsdýralæknis.
  • Smitvarnir á bænum skulu vera fullnægjandi.

Ítarefni

 
 

 

23.03.2018 12:23

Vonum það besta

Þessi tekin 15 mars þegar fór að hlýna

 

Og þessi tekin 22 mars áður en fór að frysta.Bráðnunin er ekki  mikil að sjá í fljótheitum

En bráðnunin var 20 og 21 mars. Lítið hefur sést til sólarinnar 

svo ekki hefur hún verið að hjálpa til en lítur samt ekki svo illa út 

að það sleppi með kal, svellin eru orðin töluvert meir.

15.03.2018 23:32

Tilraun

Mokaðar rásir til að flýta fyrir bráðnun og að bjarga túnunum frá kali

svo er bara halda í vonina.

14.03.2018 16:41

Þarna

 

07.03.2018 15:27

HMBE

 

 

 

 
  • 1