Færslur: 2016 Október
26.10.2016 14:27
SF Tindur 2016 nýr skjöldur
Nýja S.F Tindur stóð fyrir hrútasýningu á veturgömlun hrútum í haust og hrepptu Jón og Erna Broddanesi
fyrstu verðlaun fyrir besta hrútinn á sýningunni,
og átti þá að afhenda nýjan skjöld á sýningunni fyrir besta hrútinn (sjá á mf. mynd)
til varðveislu í eitt ár,
þar sem skjöldurinn var ekki tilbúinn fyrir sýninguna var hann afhentur í réttar hendur í gær.
Óskum Jóni og Ernu innilega til hamingju með verðlaunin.
17.10.2016 00:14
Langur dagur
![]() |
||
Hér má sjá leiðina sem Elli fór á laugadaginn alls 56km. trakkið hans er blátt á litin og komu í þessari ferð 9 kindur þurfti að ná fyrst í 5 kindur síðan til baka til að ná í fjórar því ekki var hægt að reka þessa hópa saman, seinni hópurinn var mjög hægfara þótt þær væru veturgamlar með lömb og voru þessir hópar þar sem rauða línan kemur þvert á bláu línuna, voru þær á þessari líka flottu beit og landslagi, sjá mynd að neðan.
|
- 1