Færslur: 2015 Nóvember
03.11.2015 14:42
Drullu/skítapólitík
VÍSIR/PJÉTUR
Bændur í Rangárþingi ytra telja oddvita sveitarfélagsins, Þorgils Torfa Jónsson, hafa svikið sig í viðskiptum þegar Sláturhúsið á Hellu var selt Kaupfélagi Skagfirðinga. Hafi margir selt Þorgilsi Torfa sína hluti á sama tíma í góðri trú á mun lægra mati en því sem hann seldi svo áfram. Þorgils Torfi harðneitar því að hafa blekkt bændur.
Þorgils Torfi viðurkennir að hafa keypt af bændum bæði um vorið og einnig á sama tíma og verið var að handsala samning við KS.
„Samningaviðræður hófust um vorið og var svo handsalað í kringum kosningarnar 2014,“ segir Þorgils Torfi, sem var sláturhússtjóri á þessum tíma.
„Hins vegar er ekki rétt að þetta hafi verið svona einfalt, þetta voru nokkrar flækjur og það er trúnaðarmál hvernig salan fór fram á milli mín og KS,“ segir Þorgils.
Fréttablaðið ræddi við fjölda bænda í gær sem vildu ekki koma fram undir nafni en sögðust afar óhressir með viðskipti sín við oddvitann. Hefðu þeir selt sína hluti á vel undir tveimur krónum á hvern hlut á sama tíma og KS er í viðræðum við Þorgils Torfa.
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir sláturhúsið og Kjötbankann á samtals 282 milljónir króna. Samkvæmt því er verðið um sex krónur á hvern hlut. Þorgils Torfi keypti hins vegar bændur út á sama tíma á verði innan við tvær krónur á hvern hlut. Við þetta eru bændur ósáttir því Þorgils Torfi hafi verið innsti koppur í búri í samningaviðræðum við KS og vissi mun betur en aðrir hvað hægt væri að fá á hvern hlut.
Sláturhúsið var í upphafi ársins 2014 í eigu 176 aðila, ýmist einstaklinga, fyrirtækja eða búnaðarfélaga í sveitinni. Í árslok 2015 hafði hluthöfum fækkað um 29 eða niður í 147 hluthafa. Í ársbyrjun 2014 átti Þorgils Torfi um 36 prósenta hlut í sláturhúsinu en við söluna í júní er selt 60 prósent hlutafé.
- 1
- 2