Færslur: 2015 Mars
23.03.2015 12:10
Flott sleðafæri
![]() |
||||||
Staðardalur og Steingrímsfjarðarbotn
|
18.03.2015 21:00
Annar góður dagur
![]() |
Sólarlaust að mestu, en farnir 37 km. fyrir því, flottur dagur |
18.03.2015 11:30
Og það kom loksins
![]() |
||
|
14.03.2015 19:33
Útför ekki ákveðin
![]() |
||||
Nú held ég að dagarnir hjá Sigurvon séu endanlega lokið.
|
14.03.2015 19:24
Ekkert frétts af ruslinu
![]() |
||||
Vantar ekki eitthvað þarna í grindina
|
13.03.2015 16:10
Hvað má bjóða ykkur ?
![]() |
||
Er að gera þessar fínu sápur úr heimafengnu hráefni á lágu verði nánari upplýsingar stadur1@simnet.is
|
13.03.2015 09:36
Afmælisbarn dagsins
![]() |
Elskulegi Alexander Breiðfjörð er 8 ára í dag, innilegar hamingjuóskir með daginn þinn. |
11.03.2015 14:53
Varúð
Og ekki er þessi óþverri neitt velkominn heldur, bændur ættu að varast að fara í hópheimsóknir á milli varnargirðinga (þessar sem eiga að hanga uppi til varnar sjúkdóma) þessar heimsóknir eru allt of algengar og varasamar. Verjum okkar svæði og höldum því hreinu áfram.
Garnaveiki staðfest á bæ í Skútustaðahreppi.
Nýverið var garnaveiki staðfest á bæ í Skútustaðahreppi sem er í Skjálfandahólfi að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnuna. Þar segir að bóndinn á bænum greindi einkenni í tveimur kindum, kallaði til dýralækni og í kjölfarið var sent sýni á keldur og var veikin staðfest í liðinni viku. Síðast greindist garnaveiki í Skútustaðahreppi árið 2013.
Garnaveiki er tilkynningaskyldur sjúkdómur af völdum bakteríunnar Mycobacterium paratuberculosis sem er náskyld berklabakteríunni. Smitið berst með saur en bakterían leggst einkum á slímhúð mjógirnis þar sem hún veldur langvinnum bólgum. Einkenni koma fram um það bil einu til tveimur árum eftir smit og og lýsa sér helst í vanþrifum og skitu, og geta í sumum tilvikum dregið kindur til dauða.
Þekkt er að heilbrigðir smitberar geti viðhaldið sjúkdómnum á sauðfjárbúum.
Engin lækning er þekkt við garnaveiki. Þó er hægt að bólusetja gegn sjúkdómnum en skylt er að bólusetja fé á þeim svæðum landsins þar sem hún er landlæg. Einnig er óheimilt að flytja sauðfé, geitur eða nautgripi til lífs frá garnaveikibæjum í tíu ár frá síðustu greiningu sjúkdómsins á viðkomandi bæ.
Mikilvægt er að huga að því að smit getur borist með landbúnaðartækjum, heyi, áburði o.fl. en flutningur á öllu slíku frá garnaveikibæjum er einnig óheimill.
11.03.2015 14:41
:(
Þriðja riðutilfellið
Riðuveiki greindist í síðustu viku á öðru búi í Skagafirði. Stutt er síðan riða greindist á nálægum bæ og rúmur mánuður frá því riða greindist á bæ á Vatnsnesi. Bæirnir í Skagafirði eru í hinum forna Seyluhreppi sem er þekkt riðusvæði ásamt Sæmundarhlíð og hefur riða greinst nokkrum sinnum á þessu landsvæði undanfarin ár, síðast 2009. Nýtt tilfelli kemur því ekki á óvart en er engu að síður vonbrigði. Ekki eru talin tengsl milli riðutilfellanna á Vatnsnesi og þeirra sem nú koma upp í Skagafirði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Fyrir skömmu fékk bóndinn á Víðiholti í Skagafirði grun um riðuveiki í tveimur hrútum og hafði samband við dýralækni. Hrútunum var lógað og sýni send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti nokkrum dögum síðar að um hefðbundna riðuveiki væri að ræða. Búið er í Skagahólfi en þar hefur riðuveiki komið upp á átta búum á undanförnum 15 árum en á þessu búi greindist veikin síðast 1977, á bænum eru nú tæp 300 fjár.
Á fáum vikum hefur riðuveiki greinst á þremur búum, einu á Vatnsnesi og tveimur í Skagafirði en fram að því hafði hefðbundin riða ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Ekki eru talin faraldsfræðileg tengsl á milli tilvikanna á Vatnsnesi annars vegar og í Skagafirði hins vegar. Leiða má þó að því líkum að fréttir af riðu hafi aukið aðgát bænda almennt og að þeir hafi orðið meðvitaðri um einkenni sjúkdómsins því bæði tilfellin í Skagafirði uppgötvuðust við grun bændanna sjálfra sem sáu einkenni í sínu fé. Faraldsfræðileg tengsl gætu hins vegar verið á milli tilfellanna í Skagafirði því bæirnir eru á þekktu riðusvæði.
Þessi þrjú tilfelli af riðu minna bændur rækilega á að gæta að smitvörnum og er þeim bent á að strangar reglur gilda um flutning fjár milli varnarhólfa og annars sem borið getur smit, t.d. hey. Hver og einn sauðfjárbóndi þarf að verja sitt bú, hann þarf að gæta vel að því hvað hann sjálfur eða gestir hans bera inn í fjárhúsin. Aldrei má gleyma að skítugir skór, fatnaður og áhöld bera smit, að ógleymdum dýrunum sjálfum. Þessi riðutilfelli sýna að baráttan við riðuveikina er í fullum gangi og eru bændur hvattir til að vera á varðbergi gagnvart einkennum og hafa samband við dýralækni fái þeir grun um veikina. Einkenni riðu eru breytileg, um getur verið að ræða kláða, taugaveiklun og óeðlilegar hreyfingar. Í sumum tilvikum koma aðeins sum þessara einkenna fram en í öðrum öll.
Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búunum í Skagafirði til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Allt frá því ákveðið var að hefja átak gegn riðuveiki, fyrir rúmlega 30 árum síðan, með það að markmiði að útrýma veikinni hefur ráðherra ávallt fyrirskipað niðurskurð þegar riða hefur greinst og aðrar aðgerðir ekki komið til álita. Á níunda áratug síðustu aldar var skorið niður á tugum búa á hverju ári en mjög hefur dregið úr tíðni veikinnar og á undanförnum árum hefur hún aðeins greinst á stöku búum. Vonandi á máltakið „allt er þegar þrennt er“ hér við.
Ítarefni
06.03.2015 12:58
Er fólk fífl
Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni
Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Voru þeir þá staddir um 35 km inn á Vatnajökli, beint ofan Skálafellsjökuls. Veðrið á jökli er afar slæmt og m.a. er tjald mannanna fokið frá þeim.
Björgunarsveitir af öllu Austurlandi, þ.e. frá Höfn að Vopnafirði, hafa verið kallaðar út og eru nú á leið á jökul. Farið er á tveimur bílum, sökum veðurs er ekki hægt að senda vélsleða á svæðið.
Þessir sömu menn neituðu að fylgja björgunarmönnum til byggða fyrr í vikunni, þegar þeir sóttu félaga þeirra fár veikan á jökulinn, þótt björgunarmenn hefðu sýnt þeim fram á illviðri í kortunum framundan.
- 1
- 2