Færslur: 2013 September

30.09.2013 21:26

Me me

 

Þessa mynd fékk ég senda í gegnum síma frá góðum smala, alveg tilvalið að setja hana hérna inn

26.09.2013 00:34

Meira gaman saman

 

 

 

 

 

 

 

25.09.2013 14:37

Gaman saman

 

 
 

25.09.2013 14:34

Bilað,ónýtt

 

 

16.09.2013 20:07

Stóra smalahelgin

Göngur hófust á föstudeginum 13 sept. og farið var þá frá Steingrímsfjarðarheiðinni og þar upp á fjallið út Kleppustaðafjall og Kirkjubólsfjall, Norðdalur að norðanverðu, Hólasunndalur beggja megin í þetta skiptið og einnig Farmannsdalur að vestan verðu vegna slæmrar veðurspár, farið var á 3 fjórhjólum, 1 tvíhjóli og 2 hestar og knapar sem komu úr Skagafirðinum, 8 göngumenn, 2 bílar á vegi til leiðsagnar.

Gekk nokkuð vel þó viðbótin væri sett inní leitina, gangan niður Staðardalinn gekk frekar hægt vegna ókunnug mórauð fjöldskylda vildi ekki fara með þessa leið og fór í klettana ofan Kirkjuból og hélt að hún væri sloppin þá, en Úlfar var ekkert á því að gefa það eftir  og kom þeim þar úr þá hunskaðaðist hún áfram og var sjálfur í vandræðum að komast aftur til baka og tók Guðrún við af Úlfari og kom henni í hópinn sem var fyrir framan þau og fóru síðan upp á brúnina er nær dregur  Hólataglinu, allt rekið í girðingu og allir í mat hjá tengdsyninum, eftir matinn var farið að flokka ókunnugt fé úr og setja það í réttargirðinguna, gekk allt eins og lygasögu þrátt fyrir að þetta væri  föstudagurinn þrettándi og hver segir svo að þessir dagar séu  óhappa

(allavega ekki þessi)

 

 

Laugadagur 14 sept. annar dagur, farið var frá Þorskafjarðarheiðinni og þaðan niður í Aratungudalin og Sunndalin beggja megin í þá og Vatnadalinn norðan megin, 16 göngumenn, 2 hestar og knapar, 1 tvíhjól ,3 fjórhjól, 2 leiðsögubílar  og til að hirða upp uppgjafafé, og tvö tvíhjól sem komu frá Ósmönnum sem fylgdu okkar mönnum  niður Vatnadalinn að sunnan verðu svo  smöluðu Ósmenn sitt svæði á sama tíma og voru í sambandi við okkar menn, svo komu Ósmenn í Hólfið  á móti á Hrófbergsfjallinu, þetta er gert í fyrsta skipti að þessi svæði eru smöluð á sama tíma og göngurnar tókust vel með þessu fyrirkomulagi og er von okkar allra að þetta muni haldast næstkomandi ár,einng var Norðdalurinn smalaður að sunnan verðu og Staðardalurinn einnig,hestamenn sáu un að halda hreinu frá Staðaránni er þeir komu úr Sunndalnum, þegar komið er úr Aratungudalnum fór einn göngumannana á fjórhjól til að halda hreinu frá ánni þá fóru hestamenn upp í hlíðina sem er ekki góð fyrir göngumenn  og sáu þeir að mestu um hana ofantil og gekk þetta allt vel og allir komust til byggða og mættu í mat hjá Haraldi um 3 leitið, eftir matinn var farið ar flokka ókunnugt úr og flutt jafn harðan í réttargirðinguna á þremur vögnum og taldist okkur svo til að þetta væri um það bil 700-800 fjár sem  flutt var þangað,þessu var öllu lokið um kl. 20.00 en það telst bara snemmt því of er þessu ekki lokið fyrr en um miðnætti en í þetta skiptið gekk mjög vel að reka inn og að flokka og einng fengum við einn auka flutningamann á dráttarvél að flytja fram í réttargirðingu,

góður dagur á enga runninn.

 

Sunnudagur 15 sept. sömu menn mættir þennan morgunn þrátt fyrir slæmt veður slydda haglél og rigning allt í bland,  farið frá Stað og í Hólasunndalinn að sunnan verðu  þar sáust til 16 kinda og þeim komið í Farmannsdalinn einnig farið upp utan Grænanes og Staðarhlíðin og Staðarfjallið  smölað  fram fyrir Staðartúnin og inn í fjárhús sem var gert í fyrsta skiptið vegna veðurs, farið í mat til tengdasonar og tengdadóttur, farið í þurr föt og yljað sér við ofnana, farið í það að flokka féð og flytja ókunnugt fé til réttar var það einn vagn en þá var búið að taka  okkar og Stakkanesfé frá ,kl. 14.00 var réttum startað og voru þetta nær eingöngu fé með blá og hvít merki og var almenningurinn fullur, fengum við um 40 kindur og Stakkanes og Bassastaðir annað eins, svo 18 kindur í Gufudalssveitina, restin var 280 kindur til Ósmanna og afgangur til Reykhólamanna eða um 400 fjár sem er algjört hámark hvað fjölda varðar og  fer væntanlega ekki batnandi næstu árin sem er ekki tilhlökkunar efni í framtíðinni,

þessir dagar voru alveg frábærir þrátt  fyrir frekar leiðinlegt smalaveður og of er maður hissa á því hvað fólkið okkar er tryggt að mæta hvernig sem veður er og að hjálpa okkur til við smalamennskur og að ragast í fénu þessa  annasömu daga og eiga þeir þakkir skyldar og kem þeim á framfæri hér með,

kæru ættingjar og vinir innilegar þakkir fyrir ykkar aðstoð og frábært framtak, með ykkar aðstoð er þetta hægt    

      ÞIÐ ERUÐ BEST   heart     

 

16.09.2013 19:58

Fjölbreytni er snilldin í landbúnaðinum

Þær Hallfríður Ósk (t.v.) og Sigríður Ólafsdóttir eru báðar með háskólagráðu í búvísindum. stækka

Bændurnir í Víðidalstungu.

„Hugurinn stóð alltaf til þess að fara út í búskap og því hefur það alltaf legið beint við að við systur tækjum við. Og við vílum þetta ekkert fyrir okkur. Meginmálið er að afla sér þekkingar á viðfangsefnum og hvernig á að leysa þau.“

Þannig mælir Hallfríður Ósk Ólafsdóttir bóndi í Morgunblaðinu í dag. Hún og Sigríður systir hennar, sem báðar eru um þrítugt, stunda sauðfjárbúskap í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra, en foreldrar þeirra, þau Brynhildur Gísladóttir og Ólafur B. Óskarsson töldu fyrir nokkrum misserum orðið rétt að minnka við sig, komin að sjötugu. Á vetrarfóðrum á bænum eru um 500 fjár og í sauðburðinum í voru bættust um 800 stykki við.

„Við erum báðar lausar og liðugar og erum oft spurðar hvort við þurfum ekki karla með okkur í búskapinn sem mér finnst frekar brosleg spurning. Konur geta orðið hvað sem þær vilja, rétt eins og karlarnir,“ segir Hallfríður meðal annars í samtalinu.

16.09.2013 19:56

Vóóóó

 

02.09.2013 12:52

Kósý hús

 

Kannast eitthvað  svo við hurðina þarna, humm

 

02.09.2013 12:46

Krílaveiðar

Enn er reynt að ná krílunum en hann er tregur að koma á krókana að sögn forstjóranna í Ásgarði

 
 
 

01.09.2013 23:07

Myndasmiðirnir

Fann þessar myndir í símanum mínum áðan, það hafa einhverjir litlir myndasmiðir verið hér á ferð,

 góðar myndir, en þessum tveim hefur leiðst nokkuð mikið síðan vinirnir fóru í skólana það verða

örugglega fagnaðarfundir þegar þeir mæta næst.

 
 
  • 1