Færslur: 2013 Apríl
20.04.2013 12:26
Allt hvítt
Efri myndin tekin fyrir tveimur dögum séð upp í gilið og neðri myndin niður hlíðina.
|
||
18.04.2013 14:50
Drottningar
Myndir fyrir Jóhann og Alexander
|
||
17.04.2013 11:46
Langar í vorvinda ljúfa
Nei nei, myndin er ekki tekin í dag hún er tekin 30 mars 2012 , ekkert smá munur á milli ára miðað við myndina hér að neðan en hún er tekin 12 apríl 2013, ekkert hægt að hafa fjárhúsin opinn vegna skafrennings, er orðin langeyg eftir að vorið komi í alvöru, endalaus skafrenningur og frost, í síðasta skoti bætti töluvert á snjóinn og var hann nægur fyrir, svo nálgast líka sauðburð, spurning að fara í VERKFALL.
|
15.04.2013 12:29
X Alþingi
Fyrir þá sem ekki eru búinir að ákveða hvað þeir ætla að kjósa, þá er hægt að skoða listana fyrir Norðvesturkjördæmi hér til hliðar, en um fram allt muna að kjósa RÉTT
14.04.2013 18:52
Frestun
Held bara að við frestum bara hjólaferðinni um sinn, allavega þar til veðrinu slotar
13.04.2013 18:04
Hvíta mjöllin
Myndir teknar í dag 13 apríl og fleiri á albúmi "apríl snjór 2013"
12.04.2013 16:16
Vorar seint
Enn bætir á snjóinn , nú er okkur farið að langa í vor, snjóleysi og fuglasöng
07.04.2013 18:05
Gott kaffið
Þessir eru alveg frábærir og gott kaffið hjá þeim mæli með því.
07.04.2013 17:39
Selárdalurinn
Tæpir 19 km í dag í flottu veðri, 11 manns fóru alla leiðina á skíðum og einn snjósleðatroðari, þrír snéru við við Þjóðbrókargilið þeir fóru 5.5 km.
Fleiri myndir í albúmi "gönguskíðaferðir 2013"
04.04.2013 12:53
Brunarúst
Nú vil ég að þið segið mér hvað þið haldið að þetta sé eða öllu heldur hvað þetta var ????????????????
03.04.2013 12:02
Frábært veður
Við Drifshól
Við fjárhúsrústir á Kirkjuból
Komumst ekki lengra fram í dalinn en fram fyrir Aratunguá 11,5 km. Kirkjuból og Selkot