Færslur: 2013 Apríl
29.04.2013 14:52
Þungur er snjórinn
Veturinn hefur farið illa með mörg tréin hjá mér, svo sögin verður notuð mikið þegar snjóa leysir.
|
||
29.04.2013 14:19
Syngja inn sumarið
Fugla greyjin nú í óðaönn að syngja inn sumarið, enda eru nú ekki margir dagarnir búnir að vera góðir til söngs enda spara þeir sönginn ekkert þegar viðrar vel. |
27.04.2013 13:00
X-dagurinn
X-Alþingi 2013
Gleðilegan kosningardag, Er ekki búin að kjósa ennþá er eftir að fara í sturtu svo maður fari nú ekki með skítalyktina með sér á kosningarstað, búin að strauja upphlutinn og jakkaföt bóndans maður skal sko vera flottur í tauinu á svona merkum degi, svo er að skunda á gömlu eðalkerrunni sem er ný bónuð fyrir daginn, en svo er kostningakaffið er það einhverstaðar í boði í kaupstaðnum spurning ekki heyrt af því, ætla sko að þefa það uppi ó nei sleppi því alls ekki eftir alla fyrirhöfnina að koma á staðinn. Spennandi talning framundan í kvöld skál.
|
26.04.2013 17:32
Nú er ég hissa
40 milljónir í varnarlínur
Á síðasta degi vetrar var undirritað samkomulag milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa um ráðstöfun eftirstöðva þriggja sjóða sem innheimtu hefur verið hætt til. Sjóðirnir voru í vörslu Bændasamtakanna og eru lagðir niður með þessu samkomulagi. Stærstum hluta fjárins verður varið til viðhalds og endurnýjunar varnargirðinga til að hefta útbreiðslu sauðfjársjúkdóma. Viðhald varnarlína er í umsjá MAST eins og kunnugt er.
Sjóðirnir sem um ræðir eru:
1. Verðmiðlunarsjóður kindakjöts. Alls nema eftirstöðvar sjóðsins tæplega 63,7 m.kr. Til endurnýjunar varnargirðinga á árinu 2013 verður varið 40 m.kr. Eftirstöðvarnar renna til Landssamtaka sláturleyfishafa. Verðmiðlunargjald af kindakjöti var 5 krónur á kíló innlagðs kindakjöts þegar það var síðast innheimt árið 2005 og bar sláturleyfishöfum að standa skil á því. Tekjum af gjaldinu var ætlað að jafna flutningskostnað á sláturfé, kindakjöti og til markaðsstarfa.
Útflutningssjóður kindakjöts. Alls nema eftirstöðvar sjóðsins tæpum 6,5 m.kr. Rennur fjárhæðin til Landssamtaka sláturleyfishafa. Útflutningsgjald var innheimt af sláturleyfishöfum ef þeir uppfylltu ekki útflutningsskyldu á kindakjöti, en eins og kunnugt er þá var hún lögð af um mitt ár 2009 og innheimtu í sjóðinn hætt.
Verðskerðingarsjóður nautakjöts. Alls nema eftirstöðvar sjóðsins rúmum 1,4 m.kr. en innheimtu í hann var hætt 1. janúar 2006. Er fénu varið til Landssambands kúabænda til að standa straum af markaðsstarfi.
Samkomulaginu fylgir jafnframt viljayfirlýsing þar sem segir: "Ráðuneytið mun beita sér fyrir því að gerð verði áætlun um þörf endurnýjunar varnargirðinga til næstu 5 ára að teknu tilliti til þeirra fjármuna og endurnýjuna sem gerð verður á árinu 2013. Þá lýsir ráðuneytið stuðningi sínum við tillögu Matvælastofnunar til fjárlaga fyrir árið 2014, en þar er gert ráð fyrir að veitt verði 35,5 m.kr. framlag vegna varnargirðinga til að hefta útbreiðslu sauðfjársjúkdóma".
26.04.2013 12:42
Breytingar
Þar sem Vörumiðlun ehf á Sauðárkróki hefur keypt flutningafyrirtækið af KM þjónustunni í Búðardal verða eftirfarandi breytingar á akstursleiðum og ferðum fyrirtækisins á Ströndum og Dölum. Ekið er alla daga í Búðardal og alla daga nema miðvikudaga til Hólmavíkur. Akstri um Strandir sem verið hefur á fimmtudögum verður hætt, en þess í stað verður ekið frá Hólmavík um Strandir til Búðardals fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Aðrar áætlanir verað óbreyttar að svo stöddu.
Vörumiðlun ehf er með afgreiðslu á Landflutningum og Flytjanda í Reykjavík og einnig á Akureyri, auk þess að vera með starfsstövar á Hólmavík, Búðardal, Hvammstanga, Blönduósi og höfuðstöðvar á Sauðárkróki.
26.04.2013 11:45
SAH
Á aðalfundi SAH Afurða sem haldinn var í gær tilkynnti Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri félagsins, að hann hefði sagt upp störfum frá og með 1. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Sigurður mun sinna störfum fyrir félagið áfram í samráði við stjórnarformann þangað til að eftirmaður hans verður fundinn og aðstoða við að koma honum inní störf og verkefni eftir bestu getu.
Sigurður þakkaði starfsmönnum og eigendum félagsins fyrir ágætt samstarf undanfarin 13 ár og óskaði félaginu alls hins besta á komandi árum.
25.04.2013 08:27
Sumarkoma
Gleðilegt sumarVeðrið í dag á heiðinni ekki mjög vorlegt, langar svo til að það fari að vora |
24.04.2013 14:50
Mjöllin
Mér var send þessi mynd áðan, eitthvað svo friðsæl og jólaleg mynd, hún var tekin í dag |
24.04.2013 13:34
Skriðan í Kjálkafirði
Á veginum er um 30 metra þykkt og um 150 þ.rúmm. hafa fallið |
24.04.2013 13:00
Afmæli
Þessi unga og flotta kona er 50 ára í dag innilega til hamingju með daginn Margrét Guðmundsdóttir |
24.04.2013 00:00
Hádegispása
Maggi og Billi fá smá pásu frá mokstrinum á Steingrrísfjarðarheiðinni
|
||
23.04.2013 15:37
Samkeppni í gangi
Efri myndin er af verði hjá N1 og á neðri myndinn á að vera 238.6 erfitt að taka myndir af þessu með digital myndavél tölurnar eru alltaf á flökkti |
||
22.04.2013 22:31
Gamalt og lúið
Held bara að tími sé kominn að rífa svona hús sem komið er svo fyrir
|
||
21.04.2013 23:10
SAH
SAH afurðir hafa tilkynnt að fyrirtækið greiði 2.8% uppbót á innlagt lamba- og ungnautakjöt á árinu 2012. SAH er síðasta afurðastöðin til að tilkynna um slikar greiðslu. Sláturfélag Suðurlands reið á vaðið þann 20. febrúar sl. og nú, tveimur mánuðum síðar, hafa allar sjö afurðastöðvarnar tilkynnt um svipaðar greiðslur.
Að teknu tillit til þessara greiðslna þá endaði meðalverð á lambakjöti til bænda fyrir innlegg 2012 í tæpum 543 krónum á kíló sem er 40 kr. (8%) hækkun frá árinu 2011. LS fór fram á að verðið yrði 550 kr/kg þegar samtökin gáfu út viðmiðunarverð síðla sumars 2012. Verð fyrir annað kindakjöt var um 252 kr/kg sem er í samræmi við viðmiðunarverð LS