Færslur: 2013 Mars
29.03.2013 14:36
Fjöll
Ætlunin að fara á þessar slóðir daginn eftir en veðrið hamlaði för, snjóaði of mikið til þess
Skrifað af Labbi
27.03.2013 10:12
Ótitlað
http://www.livefromiceland.is/webcams/hekla/
Hægt að fylgjast með Heklu gömlu á þessum link.
Hægt að fylgjast með Heklu gömlu á þessum link.
Skrifað af Labbi
25.03.2013 13:26
Eitthvað fyrir forvitna
Afkvæmarannsóknir 2012
Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins má finna niðurstöðutölur afkvæmarannsókna 2012.
Á árinu voru unnar afkvæmarannsóknir á 162 búum alls staðar af
landinu og komu til dóms rúmlega 1.700 afkvæmahópar. Tölulegar
niðurstöður og umfjöllun um hverja rannsókn ásamt yfirliti um
afkvæmahópa sem sköruðu framúr er hægt að nálgast á rml.is
Skrifað af Labbi
24.03.2013 14:26
Akureyrar snjór
Þarna er einn af heimalingunum mínum að ryðja göturnar á Akureyri, sýnist að hann kunni bara þokkalega til verka.
Skrifað af Labbi
23.03.2013 22:22
Ótitlað
Sunday24 March | Monday25 March | Tuesday26 March | Wednesday27 March | Thursday28 March | Friday29 March | Saturday30 March | Sunday31 March | Monday01 April |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
-1° | -2° | -1° | -2° | -2° | -2° | -2° | 1° | 3° |
0 mm precipitation per 24 hours | 0 mm precipitation per 24 hours | 0.2 mm precipitation per 24 hours | 0 mm precipitation per 24 hours | 0.9 mm precipitation per 24 hours | 0 mm precipitation per 24 hours | 0 mm precipitation per 24 hours | 0.3 mm precipitation per 24 hours | 9 mm precipitation per 24 hours |
Skrifað af Labbi
22.03.2013 11:30
Uppbót
SV greiðir uppbót
Sláturfélag Vopnfirðinga hefur kynnt að það greiði innleggjendum sínum 2,8% uppbót á innlegg síðasta árs eins og flestir aðrir sláturleyfishafar.
Aðeins SAH og Fjallalamb hafa ekki tilkynnt um neinar aukagreiðslur.
Skrifað af Labbi
21.03.2013 22:25
Skjaldfannardalur
Ekki hægt að segja annað en að allt sé hvítt í Skjalfannardal.
Rúðan aðeins skítug af tjöru
þessi mynd er tekin fyrir neðan Hamar.
Skrifað af Labbi
20.03.2013 15:48
Misjafnt skyggnið
Efri myndin tekin 10.30
og neðri myndin tekin kl.15.00 í dag, enn hefur bætt á snjóinn
Skrifað af Labbi
20.03.2013 12:40
Kjöt
Meðalverð hækkar um 10 kr. vegna aukagreiðslna
Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Norðlenska og sláturhús KVH hafa öll tilkynnt um uppbótargreiðslur vegna innleggs síðasta árs eins og fram hefur komið. Ekki hefur heyrst um hvort SAH, Fjallalamb eða Sláturfélag Vopnfirðinga muni greiða sambærilegar greiðslur.
Með ofangreindum aukagreiðslum er vegið meðalverð á lambakjöti til bænda 2012 orðið tæpar 539 kr/kg. Það er 10 krónum hærra en áður en þær komu til. Heildarhækkun frá árinu 2011 er þá um 36 kr/kg eða rúm 7%. Landssamtök sauðfjárbænda fóru fram á að verðið yrði 550 kr/kg þegar viðmiðunarverð var gefið út í fyrra.
Verð fyrir annað kindakjöt er með sama hætti orðið 252 kr/kg sem er hækkun um 3 kr/kg á milli ára eða rúmlega 1%.
Skrifað af Labbi
19.03.2013 21:23
Girðingar
Hörð mótmæli í Húnaþingi
Sveitarstjórn Húnaþings vestra mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að engum fjármunum verði varið til viðhalds sauðfjárveikivarnargirðinga á landinu á þessu ári. Það er álit sveitarstjórnar að með þessari ráðstöfun sé áratuga starfi tengt vörnum við útbreiðslu búfjársjúkdóma stefnt í mikla tvísýnu sem kunni að hafa ófyrirsjáanlegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér.
Þetta kemur kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarfundar Húnaþings vestra frá 14. mars síðastliðinn. Þar segir einnig að verði ákvörðun þessari ekki breytt og fjármunir til viðhalds girðinganna tryggðir nú þegar af hlutaðeigandi stjórnvöldum sé lífsafkomu bænda ógnað vegna hættu á útbreiðslu alvarlegra búfjársjúkdóma og sé ábyrgð þeirra sem í hlut eigi því mikil.
Sjá hér. Sjá einnig ályktun Búnaðarþings 2013 um málið.
Skrifað af Labbi
19.03.2013 21:09
Jökulfari
Vegna tæknilegra örðuleika get ég ekki snúið þessari mynd rétt, en þarna er Elli staddur á Drangjökli nú fyrir stuttu í frábæru veðri
með félögum sínum.
Skrifað af Labbi
19.03.2013 13:27
Afmælisbarn dagsins
Pabbi minn er 84 ára í dag, mínir foreldrar dvelja á Dvalarheimilinu Barmahlíð.
Skrifað af Labbi
19.03.2013 12:45
Súkkulaði er gott
Takið endilega þátt í skoðunnarkönnunni hér til hliðar, eingöngu gerð að gamni.(ekki vera feimin)
Skrifað af Labbi