Færslur: 2013 Janúar
30.01.2013 12:22
Ekki falleg sjón
Eldur kom upp í húsi á Hólmavík um hádegisbil í dag.
Hjón sem í húsinu voru þegar eldurinn kviknaði, komu sér
út af sjálfsdáðum. Gylfi Þór Gíslason hjá lögreglunni á
Ísafirði sagði í samtali við fréttastofu að vel gengi að ráða
við eldinn. Líklegt þykir að kviknað hafi í út frá eldamennsku.
Frétt úr vestur.is
26.01.2013 14:44
Sólardagurinn
Bakaðar voru pönnsur í tilefni að því að sólin komi á þessum degi til okkar, en hún lét ekki sjá sig, kanski bakaðar allt of fáar, hver veit. |
26.01.2013 13:58
Ekki er allt sem sýnist
Indriða velt af stalli
„Frá 1990 höfum við verið með afurðahæsta sauðfjárbú landsins, þ.e.a.s. miðað við kjöt eftir kind. Metið var slegið á síðasta ári en Eiríkur Jónsson bóndi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum bætti metið úr 39,5 kílóum á kind í 41,3 kíló,“ segir Indriði Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi um innreið Sunnlendinga á lista yfir afurðahæstu sauðfjárbú landsins. „Ég óska honum til hamingju með þennan stórkostlega árangur,“ segir Indriði og gleðst yfir framförum í sauðfjárrækt á Suðurlandi.
Þess ber þó að geta að þessi tvö bú eru ekki alveg samanburðarhæf en margt er ólíkt með ræktuninni. Á Skjaldfönn er ekki gefið neinn fóðurbæti en úrvals sumarhagar halda sauðfénu í góðum holdum. „Við beitum ekki á kál á haustin eins og Eiríkur gerir. Hér er ekki aðstaða til að grænfóðurakrar geti staðið lengi fram eftir hausti vegna veðurfars. Hér gerir eitt hret og allt fellur og verður lítils virði,“ segir Indriði en telur það góða lausn hjá Eiríki að fóðra sínar ær á kálmeti þar sem sumarhagar sunnanlands hafa aldrei verið taldir sérstaklega góðir.
Á Vestfjörðum eru hins vegar betri sumarhagar en víðast hvar, sérstaklega norðan Djúps þar sem snjóa leysir mun seinna en það veldur því að féð er í nýgresi mun lengur en annars staðar að sögn Indriða. „Eiríkur slátrar ekki fyrr en í lok október og gimbrum í lok nóvember. Við slátrum í lok september svo okkar sauðfé sé ekki í hættu vegna hreta en lömbin hjá Eiríki eru alin fimm til sex vikum lengur,“ segir Indriði en hann telur eðlilegt að dilkarnir séu þyngri þegar lömbin eru þetta mikið eldri þegar þeim er slátrað.
Indriði hefur þó verið með afurðahæsta sauðfjárbú landsins oftar en flestir aðrir. „Við höfum verið að einbeita okkur að því að ná langt. Kynbætur og góð fóðrun valda góðri þyngd. Maður byggir á að hvergi eru betri sumarhagar en á Vestfjörðum, sérstaklega norðan Djúps,“ segir Indriði Aðalsteinsson bóndi um hvers vegna lömbin hans gefa svona mikið af sér.
„Eitt af því sem stuðlar að góðum árangri er að vera vel kvæntur og eiga snjalla konu til að leggjast á eitt með sér en Kristbjörg Lóa Árnadóttir er einstaklega snjöll,“ segir Indriði og dregur ekki dulu yfir það að konan hans á stóran þátt í árangri búsins í sauðfjárrækt á Íslandi.
Greinin úr BB.
25.01.2013 15:33
Svellin eru víða
|
Staður , þessa líka flotta skautasvell |
23.01.2013 21:06
Ekki fallegt
Þetta hús er komið til ára sinna og ekki bætir það nokkuð því það er búið að brjóta allar rúður í því, er þá ekki komin tími á að fjarlæja húsið, þetta er algjör sjónmengun. |
19.01.2013 18:50
Gott í gogginn
Sit bara við tölvuna og bíð eftir að bóndinn klári að grilla eitthvað gott |
16.01.2013 21:20
Brúin heldur
|
||
|
15.01.2013 12:41
Meiri snjór
það kom töluverður snjór í nótt og snjóaði í logni, en núna er komin rigning.
|
- 1
- 2