Færslur: 2012 Maí
30.05.2012 16:20
Vorið
Tekin 15 maí 2012
Þessi tekin 26 maí 2012.
Fleiri myndir í albúmi VOR.
09.05.2012 16:44
Fjölgun
Þá er farið að fjölga í fjárhúsunum en væri berta að fækka áður en það fjölgaði mikið í viðbót.
07.05.2012 00:03
Vinnan
Annasamur dagur í dag, löguðum girðinguna sem snjóflóðið tók í vetur og týndum upp brotin, línan komin upp og negld föst svo ekket snjóflóð getur tekið hana ha ha, bara eftir að strekkja og laga í skurðum, ekkert farið að bera ennþá enda er ekki búið að laga í fjárhúsunum enn, mamma og litli bróðir komu í gær og stoppu í kaffispjalli takk fyrir það.
04.05.2012 21:55
Undirbúningur
Besti dagurinn í dag veðurlega séð alveg heiðskýrt góður hiti en í nótt var 4,6 stiga frost, fræinu var sáð í dag og saurarnir komnir á sinn stað sem snjóflóðið tók í vetur og þá er eftir að negla allar línurnar á staurana og týna alla ónýtu staurana upp sem eru út um allt, bakstri að verða lokið fyrir sauðburð og undirbúinigur í fjáhúsunum er á næsta leiti.
- 1