Færslur: 2010 Janúar
19.01.2010 11:20
Víðivallaborg
Víðivallaborg
19 jan 2010
Fórum 2 gangandi upp á Víðivallaborg þangað eru 2 km. færið var gott hart undir fót en svolítið sleipt á steinum, gola og sæmilega bjart, gengum lengra fram fjallið að Miðmundavatni, höfðum ó með í förinni já og svo líka Golpi og hafði hann á sér GPS tæki hann fór tveimur km. lengra en við, sáum þrjár rjúpur og voru þær mjög spakar og sátu grafkyrrar er við fórum fram hjá þeim,tókum nokkrar myndir á leiðinni heim, voru þetta 6 km.
15.01.2010 13:04
Hjóla og göngutúr
Fóum að stað frá Hólum og upp með Heiðagötugili á gömlum vegslóða sem var gömul póstleið yfir í Reykhólasveit, höfðum með okkur hjólin og teymdum þau töluvert af leiðinni vegna sumstaðar var frekar blautt og drulla, gengum og hjóluðun til skiptis upp að mæðiveikisgirðingunni þar fórum við með henni og enduðum á veginum á Þorsafjarðarheiðinni, nestuðum okkur þar og hjóluðum heimáleið frá þorskafjarðarheiðinni og niður í Staðardalinn og að Hólabústaðnum.
Frá Hólum að girðingunni eru 11 km. en 14.2 km að Þorskafjarðarvegi, 40 km.alls gengið og hjólað.
Veðrið var gott en ringndi mjög mikið er við vorum komin upp á fjallið en stitti svo upp og fengum aðra gusu er við fórum niður Norðdalinn, mjög gaman að fara þessa leið.
Fleiri ferðir voru farnar þetta árið,
reiðhjólin geymd við Bæ og keyrt í Bjarnafjörðinn og farið þaðan á göngustíg sem er gömul póstleið gengið yfir að Bæ og þaðan hjólað út Bjarnanes og á upphafsstað í Bjarnafirðinum, fóru með okkur þau hjón frá Tröllatungu Birkir og Sigga Drífa með börnin sín á bakinu þau Árnýju Helgu og Stefán Þór.
Sérstaklega skemmtileg ferð.
Arnkötludalurinn hlaupinn vegna opnunn hans.
Farið á Bæjarfellið.
Genginn var Seládalinn og inn í Hvannadalinn.
Svo var hjólað frá Selárdalsafleggjara út á Drangsnes þar var stoppað í heitu pottunum mjög notalegt.
Allt mjög ánæjulegar ferðir.
Ekki eru til nákvæmur km. fjöldi úr þessum ferðum, verður mælt síðar.
12.01.2010 11:50
Valaborg
Valaborg
12 jan 2010
Fórum 2 á Valaborgina þangað ru 1.3 km upp á toppinn, gengum lengra inn á fjallið og skoðuðum stífluna sem hefur verið gerð við vatn þarna upp frá og er komin í sundur fyrir löngu, alls farnir 4 km. í blíðskaparveðri og fínu færi harður snjór og létt göngufæri,útsýnið alveg frábært
- 1