13.06.2013 07:42
Umsókn
Umsóknir um kaup á líflömbum
Þann 1. júlí rennur út umsóknarfrestur um flutning á líflömbum samkvæmt reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landssvæða. Um leyfi til flutnings á líflömbum og kiðum er sótt á heimasíðu Matvælastofnunar.
Bannað er að flytja sauðfé, geitur og nautgripi yfir sauðfjárveikivarnarlínur. Um flutning á lömbum og kiðum gildir sérstök reglugerð.
Þá er einnig bannað að flytja sauðfé og geitur milli hjarða á svæðum þar sem riða er landlæg og hefur greinst undanfarin 20 ár.
Þessi sýktu svæði eru eftirtalin varnarhólf: Vatnsneshólf, Húnahólf, Skagahólf, Héraðshólf, Austfjarðahólf, Suðurfjarðahólf, Hreppa- Skeiða- og Flóahólf, Biskupstungnahólf og Skjálfandahólf nema Skútustaðahreppur, Engidalur, Lundarbrekka og bæir þar fyrir sunnan. Auk þess er Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða sýkt svæði í Tröllaskagahólfi, Jökuldalur og Jökulsárhlíð sunnan Smjörfjallalínu í Norðausturhólfi og Sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Árborg og Grafningur í Grímsnes og Grafningshreppi í Landnámshólfi.
Á þessum svæðum má ekki flytja kindur til lífs milli hjarða né að flytja kindur inn í þau af ósýktum svæðum í sama hólfi.
Ítarefni
Til baka13.06.2013 07:37
Setur
Forystusetur.is komið í loftið
Hinn 13.apríl 2010 var stofnað Fræðafélag um forystufé með aðsetur á Svalbarði í Þistilfirði. Tilgangur félagsins er að vinna að uppbyggingu og rekstri Fræðaseturs um forystufé. Svalbarðshreppur afhenti félaginu gamalt samkomuhús til að hýsa Fræðasetrið. Þar stendur til að opna sýningu um forystufé.
Stjórn félagsins skipa: Daníel Hansen, Svalbarðsskóla, formaður, Fjóla Runólfsdóttir, Gunnarsstöðum, gjaldkeri, Einar Guðmundur Þorláksson, Svalbarði, ritari og meðstjórnendur eru Jakobína Ketilsdóttir, Kollavík og Eggert Stefánsson, Laxárdal.
Félagið hefur nú opnað heimasíðu á slóðinni forystusetur.is. Á síðunni kemur m.a. fram að ætlunin sé að hafa sem flestar upplýsingar um starfsemi Fræðafélagsins, hvernig gengur með uppbygginguna og ekki síður leyfa öllum að fylgjast með því sem er að gerast þegar við höfum opnað. Til að styðja við bakið á okkur og gera síðuna skemmtilegri og fróðlegri eru allar ábendingar vel þegnar.
10.06.2013 00:30
Bjartsýni á svartsýnina
Túnin sem verst voru farin af kali tætt í dag CA. 5 ha. hefði verið hægt að tæta helmingi meira en hversu jarðvegsgrunnt er á þeim túnum þá var því sleppt, svo er bara bíða og vona um uppskeru. |
||
09.06.2013 00:11
Rifið og tætt
Ekkert annað í stöðunni en að tæta upp mest allt heimatúnið þar sem ekki er jarðvegsgrunnt 80% ónýtt |
09.06.2013 00:02
Æðarkollan
þegar bóndinn var að tæta upp túnið en kollan sat sem fastast og ætlar sér að koma ungunum á legg hérna gaman að hafa þær svona nálagt bænum og getað fylgst með, það hefur aldrei orpið kolla svona nálagt.
|
06.06.2013 19:35
Lamba lamb
Ekki eru allar sáttar við að yfirgefa sitt vermdaða umhverfi og fara í óvissuna. |
06.06.2013 19:27
Tilraunir
Forvitnilegt hvort þetta muni gefa góða raun, sakar ekki að prufa. |
||
|
06.06.2013 19:22
Matjurtir
Mitt fólk búið að setja niður 25 kg. af kartöflum, glæsilegt, skemmtilegra að taka þær upp, það finnst mér allavega |
30.05.2013 13:31
Vaktmenn
Hjálparhellurnar okkar þegar mest gekk á í sauðburði, það var passað vel upp á köttinn sem var hafður með í ráðum. |
||
|
30.05.2013 13:19
Kalda vorið
Efri myndin er tekin í apríl og neðri myndin í maí
|
||||||
30.05.2013 01:28
mars og maí
Efri myndin í mars og neðri myndin í maí, vetri gengur illa að yfirgefa okkur. |
||
07.05.2013 13:46
Bless vetur
Svona var öll hlíðin eftir síðasta skot, nú er komið nóg " bless bless vetur"
|
||||
06.05.2013 13:12
Lítill frændi
Lítill frændi kom í heiminn þann 3 maí, til hamingju Sólveig og Simmi |
05.05.2013 22:16
Langar út
Ég spái því að þessi nái því að verða mánaðar gömul er þau fá að fara út í fyrsta skipti
|
||