25.07.2013 00:36
Lyf
Sýklalyfjanotkun minnst á Íslandi.
Vakin er athygli á frétt MAST og Morgunblaðsins um litla sýklalyfjanotkun í dýrum hérlendis. Mikilu skiptir að halda vel til haga því sem greinir íslenska landbúnaðarframleiðslu frá erlendri framleiðslu og lítil sýklalyfjanotkun er eitt af því.
25.07.2013 00:26
ATH
Nýjar heimasíður
Bent er á að bæði SAH, Norðlenska, Landbúnaðarháskólinn og Búnaðarsamband Suðurlands hafa öll tekið heimasíður sínar í gegn á síðustu vikum, SAH nú síðast. Aðgengi að upplýsingum hefur verið einfaldað og allt útlit endurhannað.
07.07.2013 16:58
Endalausar breytingar
Við stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. (RML) um síðustu áramót varð sú breyting að skráning á öllum skýrsluhaldsgögnum fluttist frá Bændasamtökunum til RML. Í kjölfar þessa hefur verið ákveðið að gera nokkrar breytingar á vinnuferlum varðandi skráningar fjárbóka og vinnslu kynbótamat.
Allir þátttakendur í skýrsluhaldinu eru hvattir til að kynna sér breytingarnar hér.