10.02.2014 11:22
listaverk náttúrunnar
svona eru girðingarnar við Ingunnarstaði og Tinda |
10.02.2014 11:08
ófærð
lokað, þá er bara að bíða eftir moksturstækjunum, og lestin komst klakklaust yfir á eftir tækjunum
|
31.01.2014 21:31
Happdrættið
|
||
Bréf yfirdýralæknis er svohljóðandi:
Kæru búfjáreftirlitsmenn,
Með nýjum lögum um áramótin, lög nr. 55/2013 um velferð dýra og lög nr. 38/2013 um búfjárhald breyttist opinbert eftirlit í frumframleiðslu matvæla umtalsvert, nú er allt eftirlit á höndum Matvælastofnunar. Færra fólk mun framkvæma eftirlit á sveitabæjum en hingað til. Sex nýir starfsmenn munu sinna eftirliti sem áður var unnið af ykkur búfjáreftirlitsmönnum. Vil ég þakka ykkur öllum fyrir framlag ykkar við eftirlit með dýrum, sem mörg ykkar hafið starfað við í fjölda ára eða áratugi. Þið búið bæði yfir þekkingu og reynslu sem ekki er hægt að meta til fjár og ómetanlegt væri fyrir okkur að geta leitað til.
Í kostnaðaráætlunum með frumvörpunum (um velferð dýra og búfjárhald) var reiknað með að halda áfram með „vorskoðanir“ í eitt til tvö ár og ætlunin hafði verið að sækja í ykkar brunn með þá vinnu, þ.e. að leita til ykkar um að skoða, í tímabundinni ráðningu eða verktöku. Alþingi ákvað hins vegar að skera niður fjárframlag til málaflokksins þannig að þessi áform geta ekki gengið eftir, því miður, og þurfum við því að skipuleggja vinnuna á annan hátt. Ekki verður farið í eftirlit á hvern bæ eins og tíðkast hefur og mun Matvælastofnun reyna beina eftirlitinu þangað sem mest er þörfin, með tilliti til velferðar dýra og matvælaöryggis, þ.e. áhættumiðað eftirlit. Á árinu mun stofnunin vinna að áhættuflokkun í alifugla-, svína-, nautgripa-, sauðfjár-, hrossa- og loðdýrahaldi og byggja eftirlitið frá árinu 2015 á þeirri flokkun.
Á þessu ári verður að beita annarri nálgun til að ákveða hvar mesta þörfin er á eftirliti. Tekið verður mið af þekktri sögu búskapar á viðkomandi bæ, svo sem niðurstöðum skoðunar búfjáreftirlitsmanna, niðurstöðum úr heilbrigðisskoðunum í sláturhúsum, fyrri afskiptum stofnunarinnar o.s.frv. Auk þess vill stofnunin gjarnan afla upplýsinga hjá ykkur í persónulegu samtali.
Á næstu dögum/vikum megið þið eiga von á símtali frá skrifstofu héraðsdýralæknis og bið ég ykkur um að taka vel í málaleitan viðkomandi. Þeir vilja gjarnan fá almennar upplýsingar um bæi eða staði sem þið álítið að setja ætti í forgang við eftirlit, en auðvitað væri gott ef þið tækjuð upp tólið og hringduð á skrifstofu viðkomandi héraðsdýralæknis þegar vel stendur á hjá ykkur, sjá uppl. neðar í póstinum.
Auk þekktrar sögu tiltekinna bæja mun stofnunin framkvæma eftirlit 2014 á grundvelli slembiúrtaks. Allir geta því átt von á eftirliti. Allir sem fá eftirlit þurfa að greiða fyrir framkvæmd þess. Því kann það að hljóma óréttlátt að bændur sem lenda í slembiúrtaki 2014 þurfi að greiða en ekki hinir sem „sleppa“ við eftirlit á árinu. Því er til að svara að það mun jafnast út næstu árin, ef búskapurinn reynist standast lög og reglur, þá fær viðkomandi ekki eftirlit fyrr en að einhverjum árum liðnum. Þeir sem eru með „fyrirmyndar búskap“ munu fá helmingi minna eftirlit en meðalbú er talið þurfa skv. áhættuflokkun en „búskussarnir“ fá helmingi meira eftirlit.
Með kærri kveðju og von um góðar undirtektir.
30.01.2014 23:37
Sem kunnugt er felst starf útvarpsstjóra einkum í þrennu:
1. Að kveikja á útvarpinu á morgnanna. 2. Hækka í því þegar eru fréttir. 3. Slökkva á útvarpinu á kvöldin.
|
29.01.2014 20:51
Kjöt og fita
Breytt vægi vöðva og fitu
Á fundi fagráðs í sauðfjárrækt sem haldinn var fimmtudaginn 23. janúar sl. var samþykkt að vægi gerðar og fitu í heildareinkunn fyrir kjötgæði yrði jafnað og hvor eiginleiki hefði því 50% vægi. Um rúmlega 10 ára skeið hefur fitan haft 60% vægi og gerðin 40%. Þessi breyting tekur gildi fyrir framleiðsluárið 2014. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunni í næsta Bændablaði.
Þá hefur verið ákveðið að næstkomandi haust verði tekin upp samræmiseinkunn við dóma gimbra, þannig að draga megi fram mun á langvöxnum og stuttvöxnum gripum. Þessi viðbót við lífgimbraskoðunina verður kynnt betur þegar líður að hausti.
Gengið var frá því að styrkhæfar afkvæmarannsóknir haustið 2014 byggðust á þeirri kröfu að lágmark væri að í hverri afkvæmarannsókn yrðu 5 veturgamlir hrútar.
Ákveðið var að þeir grunnhópar sem mynda viðmiðið fyrir kynbótamatsútreikninga yrðu samræmdir fyrir kjötmatseiginleika (gerð og fitu) og dætraeiginleika (mjólkurlagni og frjósemi). Meðaltal grunnhópsins er skilgreint sem 100. Grunnhópar fyrir það kynbótamat sem t.d. var birt í hrútaskránni sl. haust byggja á eftirfarandi: Fyrir kjötgæðaeiginleika á gögnum frá árunum 2000 til 2013, fyrir frjósemi á ám fæddum árið 2003 til 2012 og fyrir mjólkurlagni á ám fæddum á árunum 2002 til 2011. Faghópi sauðfjárræktar var falið að koma með tillögu að því hvernig best væri að skilgreina grunnhópana og verður niðurstaða þess kynnt betur að lokinni keyrslu næsta kynbótamats.
Í fagráði eru einnig til umræðu núna mál er snúa að dómstiga fyrir mat á lifandi fé og drög að reglum sem nota má við val á úrvalshrútum og sauðfjárbúum t.d. þar sem veita á afreksverðlaun. Um þessi mál og fleiri áhugaverð sem tekin voru fyrir á síðasta fundi má lesa um í fundargerð fagráðs en hún verður aðgengileg á vefnum www.saudfe.is innan tíðar.
27.01.2014 16:05
Skautamót
Já nú er komið að því að draga fram skautana og sýna sínar listir,allavega er nóg að svellinu, KOMA SVO, góð verðlaun í boði. |
27.01.2014 15:56
Af hólnum
Einn eigandinn kallar þennan stað oftast Rokhól, af hverju veit ég ekki. |