31.05.2015 09:37
Kuldatíð
Kuldi hefur áhrif á sauðfjárrækt
Meðalhiti í maí hefur verið einni til fjórum gráðum lægri en síðastliðinn áratug og kuldi á landinu öllu hefur sjaldan verið jafn mikill á þessum árstíma. Það hefur áhrif á ýmsar greinar landbúnaðar, meðal annars sauðfjárræktun.
„Jú jú, vissulega er þetta kalt, það er líka búið að vera svo lengi kalt,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. „Þetta hefur verið allur maí og frá því í enda apríl er búinn að vera skítakuldi. Þannig að túnin eru orðin græn og svona en það gerist bara andskotinn ekki neitt og snjór í öllum fjöllum og ekkert farið að gróa.“
Á Ströndum snjóaði í gær og Þórarinn hefur verið í sambandi við bændur um allt land. „Ég heyrði í þeim í Húnavatnssýslum og menn voru nú svona að verða frekar pirraðir á þessu.“
Bændur hafa því þurft að hugsa meira en oftast áður um það fé sem er komið út , fylgjast þarf betur með veikburða lömbum og koma þeim fljótt inn í hlýjuna.
„Maður er svona oft á morgnana, þá fer maður hér um og sérstaklega eftir einhverja rigningatíð eða snjó og er þá að fara heim með það sem er orðið kalt, hitar það upp og setur svo aftur út,“ segir Þórarinn.
Hann vill þó ekki spá fyrir um fallþunga í haust, en á síðasta ári var hann óvenju mikill. Kuldinn gæti haft áhrif á afkomu sauðfjárbænda. „Það er nú full snemmt að spá um það, en miðað við hvernig þetta horfir núna þá myndi ég telja að það ætti að koma niður á fallþunganum. Það er mín tilfinning.“
06.05.2015 23:54
Vorkoma
Thursday7 May12–18 | Friday8 May12–18 | Saturday9 May12–18 | Sunday10 May12–18 | Monday11 May12–18 | Tuesday12 May12–18 | Wednesday13 May12–18 | Thursday14 May12–18 | Friday15 May12–18 |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
-3° | -3° | -3° | -3° | -3° | 1° | 3° | 2° | 2° |
0 mm | 0.6 mm | 0.2 mm | 0 mm | 0.1 mm | 0 mm | 0 mm | 0 mm | 0.5 mm |
Næstu dagar, það glyttir í vorkomu, bruna kuldi í bruna hita, aldeilis flott.
04.05.2015 23:14
Spá
Hér er veðurspá völvunnar Vísis 2015
Veðurfar verður okkur hagstætt, að vísu er marsmánuður erfiður sérstaklega um vestanvert landið, en hvergi verður mjög mikill snjór. Janúar og febrúar verða með besta móti um allt land. Vorið kemur snemma og munu Norðlendingar fá eitt það besta vor sem elstu menn muna. Sumarið verður rysjótt og úrkomusamt einkum sunnan- og suðaustanlands. Í heild verður árið hlýtt og gróður dafnar sem aldrei fyrr.
04.05.2015 21:54
st...og mi....
þeim yngri fannst sá eldri hafi minnkað eitthvað, getur það verið. |
27.04.2015 12:42
Þá og nú
Efri myndin frá 2013 og neðri frá 2015, alltaf heldur maður að veðrið, færð og snjóalög séu alltaf verst í núinu, (erum bara gleymin) |
23.04.2015 21:30
Flækingsrófurnar
Þessi á efri myndinni átti heiðurinn að því að koma þessum á neðri myndinn í húsaskjól. |