05.11.2015 13:57
Naflaskoðun
Framhaldsrannsókn á sauðfjárdauða

Matvælastofnun vinnur að undirbúningi að framhaldi rannsóknar á auknum sauðfjárdauða í fyrra vetur, í samvinnu við aðrar stofnanir og samtök. Rannsóknir sem gerðar hafa verið fram að þessu hafa ekki gefið afgerandi svör. Að því er virðist var um samspil margra þátta að ræða en ekki er hægt að útiloka undirliggjandi orsakir og því er þörf á frekari rannsóknum.
Matvælastofnun, í samvinnu við Landssamtök sauðfjárbænda, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Bændasamtökin og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum undirbýr áframhaldandi rannsókn á sauðfjárdauðanum sem olli miklu tjóni hjá bændum veturinn 2014/2015. Valdir verða bæir vítt og dreift um landið sem urðu fyrir miklum afföllum og þeim fylgt náið eftir, tekin sýni og þau borin saman við þá bæi þar sem engin vandamál voru til að kanna hvort einhverjir þættir finnist sem geti skýrt þennan mun. Beðið er svara frá ráðuneytinu varðandi fjárhagslegan stuðning áður en rannsóknin getur hafist af fullum krafti.
Út frá svörum í spurningakönnun sem lögð var fyrir sauðfjárbændur í sumar, voru valdir níu bæir sem síðan voru heimsóttir af dýralæknum. Þeir skoðuðu féð, tóku blóðsýni og sendu kindur í krufningu að Keldum, þegar það átti við. Niðurstöður þessara rannsókna gáfu engin afgerandi svör. Blóðsýnin gáfu engar vísbendingar um að um smitsjúkdóm væri að ræða. Þær kindur sem sendar voru í krufningu sýndu svipaða heildarmynd, kindurnar voru mjög horaðar þótt þær hafi augljóslega étið fram á síðustu stundu og benda krufningsniðurstöður til næringarskorts. Til viðbótar þessum rannsóknum tók Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heysýni sem sýndu há gildi af ómeltanlegu tréni.
Þegar heildarmyndin er skoðuð út frá þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið hingað til, bendir allt til þess að vandamálið sé samspil margra þátta og má þar einna helst nefna tíðarfar. Sökum mikillar vætutíðar síðasta sumars var erfitt að heyja og má ætla út frá fóðursýnaniðurstöðum að víða hafi heyforðinn samanstaðið af úr sér sprottnu grasi sem dugar skammt til að viðhalda þeirri orku sem fé þarf til að dafna, og ekki síst þegar fóstrin hjá ánum fara að taka til sín. Í kjölfarið tók við afar kaldur vetur og vor sem kallaði enn frekar á orku sem að fóðrið innihélt ekki. Þó er ekki hægt að útiloka undirliggjandi orsakir og er því þörf á frekari rannsóknum. Við rannsóknina munu ýmsar hugmyndir að skýringum verða hafðar til hliðsjónar, m.a. hvort um sé að ræða áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, en enn er ekkert sem styður þá tilgátu.
03.11.2015 14:42
Drullu/skítapólitík
VÍSIR/PJÉTUR
Bændur í Rangárþingi ytra telja oddvita sveitarfélagsins, Þorgils Torfa Jónsson, hafa svikið sig í viðskiptum þegar Sláturhúsið á Hellu var selt Kaupfélagi Skagfirðinga. Hafi margir selt Þorgilsi Torfa sína hluti á sama tíma í góðri trú á mun lægra mati en því sem hann seldi svo áfram. Þorgils Torfi harðneitar því að hafa blekkt bændur.
Þorgils Torfi viðurkennir að hafa keypt af bændum bæði um vorið og einnig á sama tíma og verið var að handsala samning við KS.
„Samningaviðræður hófust um vorið og var svo handsalað í kringum kosningarnar 2014,“ segir Þorgils Torfi, sem var sláturhússtjóri á þessum tíma.
„Hins vegar er ekki rétt að þetta hafi verið svona einfalt, þetta voru nokkrar flækjur og það er trúnaðarmál hvernig salan fór fram á milli mín og KS,“ segir Þorgils.
Fréttablaðið ræddi við fjölda bænda í gær sem vildu ekki koma fram undir nafni en sögðust afar óhressir með viðskipti sín við oddvitann. Hefðu þeir selt sína hluti á vel undir tveimur krónum á hvern hlut á sama tíma og KS er í viðræðum við Þorgils Torfa.
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir sláturhúsið og Kjötbankann á samtals 282 milljónir króna. Samkvæmt því er verðið um sex krónur á hvern hlut. Þorgils Torfi keypti hins vegar bændur út á sama tíma á verði innan við tvær krónur á hvern hlut. Við þetta eru bændur ósáttir því Þorgils Torfi hafi verið innsti koppur í búri í samningaviðræðum við KS og vissi mun betur en aðrir hvað hægt væri að fá á hvern hlut.
Sláturhúsið var í upphafi ársins 2014 í eigu 176 aðila, ýmist einstaklinga, fyrirtækja eða búnaðarfélaga í sveitinni. Í árslok 2015 hafði hluthöfum fækkað um 29 eða niður í 147 hluthafa. Í ársbyrjun 2014 átti Þorgils Torfi um 36 prósenta hlut í sláturhúsinu en við söluna í júní er selt 60 prósent hlutafé.
31.10.2015 16:13
Me me _ gibba gibb
![]() |
||
|
30.10.2015 22:40
Hann á afmæli í dag..................
![]() |
Víkingur Týr er þriggja ára í dag, til hamingju með daginn |
30.10.2015 17:42
Djölfulsins sóðaskapur
|