15.04.2019 10:57

21-31 mars

 

21 byrjaði með snjókomu og dimmum éljum, bóndinn fór í síðasta Flandrasprett í vetrasins 

með Tungu fjölskyldunniog dóttirin kom frá Sauðárkrók  mætti líka eins og hún hefur gert í allan vetur

vel gert hjá þeim öllum að mæta í þessi hlaup.

Snjómokstur á Bassastaðahálsi vegna jarðarfarar í Árneshreppi.

Ræktum líkaman þrisvar í viku alveg nauðsynlegt.

Sveitstjórnin er farin á stað með að vinna í að byggja nýja fjárrétt Hofstaða megin í dalnum 

og höldum í þá von að byrjað verði í sumar  þó að það verði ekki annað en að undirbúa jarðveginn

og bygging á næsta ári gamla réttin er orðin barn síns tíma og orðin viðhaldsfrek,

hún ekki að nýtast  hérna megin í dalnum  eins og áður.

Elsti sonurinn kom með

tvo  yngstu syninina yfir rúma helgi vertarfrí í skólanum og lengra helgarfrí.

Skruppum á Krókinn til að yfirfara bílinn og í heimsókn. 

Yngsti sonurinn átti afmæli 35 ára.

þó að 21 byrjaði svona endaði þessi mánuður með þvíklíkri blíðu 

logn og hiti alla daga vor í lofti og bjart framundan og tilhlökkun að takast á við útiverkin.

 

 

24.03.2019 23:37

11-20 mars

 

 

Veður er búið að vera stillt og gott, áfram hélt bóndinn að taka af ánum

og kláraði það 15 mars og ullin flutt  fljótlega og keyrð á bíl á Hólmavík,

sprautuðum gemlinga  fyrri umferð með bóluefni fyrir vorið,

bólusett var  fyrir kregðu (tilraunaverkefni) þann 6 mars.  

Aðstoðuðum  við fósturtalningu á Tröllatungu sama dag.

Yfir og út. 

 

 

 

14.03.2019 13:54

1 - 10 mars

 

Veður búið að vera gott frost og stillur og frostlaust á milli  vor í lofti,

 

Vasafarar flugu út 28 feb.fimmtudagur voru það 7 karlar sem ganga 

svo er ein kona aðstoðarbílstjóri og kokkur,

bóndinn varð veikur um nóttina fyrir flugið  og ekki var útlitið gott

en flogið var út og gekk vel

síðan tekur við að ná í bílaleigubílinn og brunað í bústaðinn,

morguninn þann  1 mars föstudagur var farið

að ná í öll gögn og skoðað sig um og skíðin prufuð í góðri braut og góðu veðri,

en bóndinn var skilinn eftir í bústaðnum

og  gat sig ekkert hreyft lá bara fyrir og svaf.

þegar heim var komið í bústað var sonurinn farinn að finna

tll veikinda  og hafði líka hægt um sig  og á laugadeginum var einn enn orðinn veikur

og útlitið orðið slæmt fyrir gönguna á sunnudeginum.

fBóndinn fór út á laugadaginn til að undirbúa skíðin fyrir morgundaginn 

og hjálpaði hinum að bræða undir og kenndi þeim að bræða ceran á sem aðrir

hafa kennt honum fyrir nokkrum árum, og kom í ljós að ekki hafi verið mikil kunnátta

hjá hinum að bræða rétt og hefði hann mátt fá

meira þakklæti fyrir þessa tilsögn og fóru þeir

með góð skíði í keppnina og bara ánægðir með rennslið.

En allir hörkuðu þetta af sér og fóru í gönguna hundveikir

og ekki bætti veðrið þetta farið að snjóa og hvessa hefur ekki verið svona slæmar

aðsæður í um 30 ár þarna,

Snjórinn var eins og sykur  gamall og síðan blandaðist nýr saman við mest

alla leiðina var brautarlaust mjög erfitt færi.

En allir fóru þeir af stað og komust þessa 90 km. en sá sem veiktist dagin áður fór 47 km.

og hætti sem var mjög skinnsamlegt hjá honum miða við aðstæður,

bóndinn fékk harðan snjó í annað augað í miðri göngu

og blörraði það sjónina og fór til læknis og fékk krem í augað.

Mánudagurinn var algjört frí og fóru tveir sem veiktust síðast til læknis

og voru þeir í allskonar rannsóknum og myndatökum og kom í ljós að báðir voru

komnir með lungnabólgu og settir á sýkklalyf,

og þá er þriðjudagurinn runnin upp og þá er heimferð um morguninn.

Mikið voru þeir fegnir að komast heim til að jafna sig heima

og voru bara ánægðir að hafa farið og komist

þessa göngu þótt tímarnir voru ekki upp á það besta 

svo alltaf er hægt að bæta tímann seinna.

 

En búskapurinn hélt sínu striki og kom Heiða til að fósturtelja

þennan sunnudaginn 3 mars  svo ég þurfti að fá mannskap til að hjálpa mér

elsti sonurinn og tveir yngstu synir hans kom á fimmtudeginum og voru til mánudags

og svo kom mákona mín og bóndinn á næsta bæ og dönsk/þýsk kona með honum,

talningin gekk vel og eru 2 lömb á kind.

10 mars fór bóndinn að rýja  snoðið að fénu slappur ennþá en harkar  þetta af sér.

YFIR OG ÚT.

 

 
 
 
 

05.03.2019 11:45

11 -28 feb

 

Lífið hefur gengið sinn vana gang þessa dagana en einkennist töluverð að skíðagöngu 

þessa dagana 16 feb fyrsta félagsmótið Kjartansmót haldið í skíðagöngu og tók bóndinn þátt í því,

sjálf sat ég uppi með gestkomanda sem fylgdi mér hvert fótmál (Ristill)

haldin var 23 feb. Strandagangan og voru  fjórir fulltrúar  héðan í þeirri göngu

og allir fengu verðlaun frá fyrsta til þriðja sæti, síðan var kominn undirbúningur fyrir Vasa gönguna 

í Svíþjóð sem eru 90 km.  og  verður sunnudaginn 3 mars og fara tveir fulltrúar héðan

og eru að fara í fyrsta skiptið  í þessa göngu. Bóndinn fór tvisvar  á þessu tímabili í

snjómokstur  út Selströnd og Bassastaðaháls.Fórum á kynningarfund vegna færanlegt

sláturhús áhugaverður fundur í Króksfjarðarnesi og sæmilega mætt.

Yfir og út.

 

 

17.02.2019 23:48

1 - 10 feb.

 

Þessi mánuður byrjar með hörku frosti og stillu 5 feb. fór að hvessa að norðan 

og skafa  einnig hlánaði aðeins en ekki  neitt til að tala um.

Höfum getað farið á gönguskíðin mjög hressandi íþrótt ef ekki er hægt að fara á skiðin

þá er farið í þreksalinn eða í  hópíþrótt sem boðið er upp á í  íþróttasalnum.

Fengum elsta soninn og tvo drengina hans í heimsókn  eina helgina.

Gerðumst uppvaskarar  eftir þorrablótið á Drangsnesi gert  til styrktar Skíðafélagsins.

Fjarðargangan var haldin á Ólafsfirði ekki var hægt að hafa hana á laugadeginum

 vegna veðurs, en færð á sunnudag og var gerð braut 5 km. innanbæjar 

því hætta var á snjóflóðum þar sem hún átti að vera, tveir afleggjarar frá  okkar 

fóru á á mótið og gerðu góða hluti.

Yfir og út.

01.02.2019 21:07

21-31 jan

 

Veðurspáin  hefur gengið eftir með hægviðri og frosti, af og til með töluverðu frostl,

29 jan. fór að hvessa og snjóa svo þá er alltaf skafrenningur,

höfum komist á gönguskíðin bæði troðin braut hérna heima og í Selárdalnum

æðislegt að komast út dag eftir dag án þess að þurfa að troða braut í hvert skipti bara hoppa á stað,

fórum á þorrablót á Reykhólum í miklu stuði þar og hittum fyrrum sveitunga, systkyn og frændfólk.

Komumst að því að hrúturinn sem  við lóguðum fyrr í mánuðinum hefur klikkað,  flestar ærnar

hafa gengið upp svo að síðasta ærin gekk þann 23 jan. svo hún mun bera um miðjan júní.

Hrútarnir teknir úr ánum þann 31 jan. mikil slagsmál  og læti þegar þeir komu saman.

Yfir og út.

13.01.2019 13:32

11-20 jan

 

 

Hlýtt hefur verið suðlægar áttir í byrjun janúar, og fauk grindverkið kringum kirkjugarðinn að hluta  um koll í sv. rokinu,  en þann 12 fór  að snúast í norðlægar áttir og  frysta einnig snjóa þótt ekki værið það mikið. 

skíðafélagið ætlar að hafa sína fyrstu æfingu í Selárdalnum  þann 13/1 snjórinn er mjög lítill og kemur grasið allstaðar uppúr  þegar troðið er

þann 17 jan  var Flandrahlaup  það fjórða í Borganesi og voru 3 fulltrúar héðan  í hlaupinu, hlaupið var í frekar slæmu færi  slabb og sleipt

19 jan  snúast vindar aftur í suðlægar áttir  og frostlaust,

fyrsta Íslandsgangan  fór fram  þann 19 jan á Akureyri  Hermannsgangan og eigum við tvo fulltrúa þar  spennandi að fylgjast með því,

veðrið var slæmt og þurfti að fresta um 3 klst.  og einnig stittu þeir brautina úr 24 km. í 16 km. veðrið gekk ekki niður fyrr en að gangan var yfirstaðin.

Aftur hlánaði  þann 20 jan. en spáin segir að eigi að frysta starx aftur.

Yfir og út.

 

10.01.2019 20:58

1-10 jan 2019

 

Árið byrjar vel frost var í nótt, en 2 jan var skrítinn, öll börnin barnabörnin og tengdabörnin fara til sín heima

en þau flest  búin að vera hérna  öll jólin og áramótin

og eftir verðum við tvö sem er svo sem ekkert nýtt hjá okkur,

við finnum okkur svo sem alltaf eitthvað fyrir okkur að gera,

tókum  númerin niður í kindunum hjá hvejum hrút og settum inn í fjárvís,

fengitíma fer að ljúka síðasta ær gekk í gær svo vonandi ekki meir,

ætlum samt að hafa hrútana í ánum fram að mánaðarmótum,

veðrið  í janúar er búið að vera það gott að hægt er að hafa glugga vel opna  í fjárhúsunum

sem er mikill kostur,

þurftum að lóga einum hrút  hann fékk slæmsku í nýrun,

svo má ekki gleyma hreyfunginni hún verður að vera annan eða hvern dag ef vel á að vera,

9  jan gerði SV rok  og fór vindur í kviðum  í 31 m sek.  en hékk í 17 - 20  stöðugur vindur

hiti um 10 stig, sluppum bara vel svo var komið frost í morgunn,

enginn snjómokstur hefur verið þar sem af er af janúar.

Yfir og út.

09.01.2019 15:43

Haustskýrsla 2018

Bú                                        Gerð Fita     Fallþungi
       
Broddanes   11,40    7,76       19,0
Bassasstaðir   11,27    7,72       19,9
Heydalsá  R.   11,01    7,90       18,9
Miðdalsgröf   10,81    7,25       18,3
Smáhamrar   10,65    7,18       18,3
Staður   10,55    7,58       19,6
Heydalsá  G.   10,43    6,99       18,2
Oddi   10,41    7,93       20,6
Steinadalur   10,24    7,40       18,7
Skjaldfönn   10,17    8,30       19,6
Heiðarbær   10,04    6,82       17,9
Gröf     9,88    6,88       19,2
Gautshamar     9,78    8,20       18,9
Laugarholt     9,71    7,92       21,4
Miðhús  V+B.     9,65    7,25       18,1
Stakkanes     9,54    7,00       18,0
Klúka     9,51    6,76       17,5
Innri - Ós   Þ.     9,49    7,42       18,4
Innri - Ós  H+H.     9,34    6,58       17,9
Þorpar     9,30    6,64       16,7
Miðhús   U+G.     9,26    6,87       17,8
Húsavík     9,13    6,80       17,6
Þambárvellir     9,12    6,79       16,7
Tröllatunga     9,11    6,69       17,1
Stóra  - Fjarðarhorn     9,07    6,45       17,0
Kaldrananes     8,92    7,12       18,5
Ytri - Ós     8,83    6,37       16,8
Bræðrabrekka     8,81     5,91       16,8
Skriðnesenni     8,36    6,95       16,7
Snartatunga     8,17    6,89       17,7
Þórustaðir     6,98    5,58       15,4
       

 

09.01.2019 15:00

Haustskýrsla haust 2018

Afurðarskýrsla haust 2018.
Bú                                 Þungi              Fædd lömb 
Laugarholt      38,8               1,89
Bassastaðir      38,5               2,00
Heydalsá R.      36,4               2,02
Innri-Ós   Þ.      35,4               1,97   
Oddi      35,2               1,88
Snartatunga      34,5               2,10
Smáhamrar      34,5               1,97
Miðdalsgröf      33,9               1,97
Kaldrananes      33,6               1,91
Skjaldfönn      33,4               1,71
Staður      33,2               1,76
Stakkanes      32,3               1,88
Gröf      32,0               1,88
Heiðarbær      31,6               1,84
Broddanes      31,6               1,74
Klúka      31,5               1,90
Heydalsá   G.      31,3               1,83
Gautshamar      30,9               1,74
Húsavík      30,8               1,88
Innri - Ós   H+H.      30,5               1,87
Tröllatunga      30,4               1,89
Miðhús   V+B.      30,4               1,81
þambárvellir      29,9               1,86
Þorpar      29,7               1,82
Stóra-Fjarðarhorn      28,9               1,82
Skriðnesenni      27,2               1,76
Ytri - Ós      26,7               1,76
Miðhús   U+G      26,5               1,84
Steinadalur      26,4               1,73
Bræðrabrekka      26,1               1,71
Þórustaðir      23,5               1,68
     

 

25.09.2018 22:34

Skotlandsferð apríl 2018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

fleiri myndir í almbúmi

03.04.2018 16:57

Flott mót

 

 

03.04.2018 16:54

Heimferð

 
 

03.04.2018 16:50

Á Illviðrishnjúk

 

 

 

 

03.04.2018 16:41

Virðuleg

 

23.03.2018 16:48

Vel á minnst

 

Líflambaflutningar

23.03.2018

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til líflambaflutninga í Þjónustugátt Matvælastofnunar. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. júlí skv. reglugerð um flutning líflamba milli landssvæða.

Til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í búfénaði og stuðla að útrýmingu sjúkdóma er óheimilt að flytja sauðfé, geitur og nautgripi yfir varnarlínur nema með leyfi frá Matvælastofnun. Þá er einnig bannað að flytja sauðfé og geitur milli hjarða á svæðum þar sem riða er landlæg og hefur greinst undanfarin 20 ár.

Þessi svokölluðu sýktu svæði eru eftirtalin varnarhólf og svæði:

  • Vatnsneshólf 
  • Húna- og Skagahólf 
  • Skjálfandahólf nema Skútustaðahreppur, Engidalur, Lundarbrekka og bæir þar fyrir sunnan
  • Suðurfjarðahólf 
  • Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf 
  • Biskupstungnahólf 
  • Auk þess er Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða sýkt svæði í Tröllaskagahólfi og Sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Árborg og Grafningur í Grímsnes- og Grafningshreppi í Landnámshólfi.

Í dag eru fjögur varnarhólf á landinu sem eru skilgreind sem líflambasöluhólf en það eru Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, N-Þingeyjarsýsluhluti Norðausturhólfs og Öræfahólf.

Þeir sem óska eftir því að flytja líflömb þurfa að sækja um flutninginn til Matvælastofnunar og uppfylla skilyrði reglugerðar um flutning líflamba milli landssvæða:

  • Kaup eru gerð við sauðfjárbónda sem hefur leyfi til sölu líflamba.
  • Kaup á líflömbum eru gerð í því skyni að endurnýja bústofn vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma, vegna búháttabreytinga og/eða kynbóta á fjárstofni bús.
  • Kaupendur skulu uppfylla ákvæði reglugerða um aðbúnað, fóðrun og merkingar búfjár.
  • Smitvarnir á býli kaupenda eru fullnægjandi.

Ekki er veitt leyfi til flutninga á líflömbum milli líflambasöluhólfa. Ekki er veitt leyfi til flutninga á líflömbum frá svæðum þar sem bólusett er við garnaveiki (Snæfellsneshólf) til svæða þar sem ekki er bólusett við garnaveiki.

Sauðfjárbændur sem óska eftir að selja líflömb skulu sækja um söluleyfi á Þjónustugátt Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl. Sauðfjárbóndi sem nú þegar hefur fengið leyfi til að selja líflömb heldur því milli ára án umsóknar, svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði reglugerðarinnar. Tilkynna þarf Matvælastofnun ef óskað er að söluleyfi verði fellt niður og mun stofnunin þá taka nafn búsins af lista yfir bú sem hafa leyfi til að selja líflömb.

Skv. reglugerðinni skulu eftirfarandi skilyrði uppfyllt til að leyfi til líflambasölu sé veitt:

  • Býli sauðfjárbónda er á líflambasölusvæði (Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, N-Þingeyjarsýsluhluti Norðausturhólfs, Öræfahólf).
  • Eðlilegur fjöldi fullorðins fjár skal hafa verið sendur frá býli sauðfjárbónda í sláturhús eða hausum skilað inn til sýnatöku vegna riðuveiki undanfarin ár.
  • Sauðfjárbóndi skal uppfylla ákvæði reglugerða um aðbúnað, fóðrun og merkingar búfjár.
  • Sauðfjárbóndi skal hafa haldið fullnægjandi skráningar á viðskiptum með búfé og skráningar á sjúkdómum og lyfjanotkun í fé undanfarin ár.
  • Nautgripir skulu ekki hafa verið fluttir á bæinn frá bæjum utan sóttvarnarsvæðis nema með leyfi héraðsdýralæknis.
  • Smitvarnir á bænum skulu vera fullnægjandi.

Ítarefni