16.03.2016 11:58

Skjaldfannarbóndinn

Skjaldfannarbóndinn kom til að yfirlíta með fjárstofninn sinn

16.03.2016 11:54

Alvarlegt mál rætt

Grafalvarlegt mál til umræðu

13.03.2016 14:43

Hahahahah

 

Við Íslendingar erum vön því að ferðamenn heillist alveg upp úr skónum yfir landinu okkar. Flestir sem koma hingað virðast fara ótrúlega sáttir til baka. Fólk sem hefur aðeins heyrt af íslensku samfélagi og okkar náttúruundrum sér Ísland fyrir sér í einhvers konar draumaljóma sem á ekki endilega við rök að styðjast.

Engu að síður finnst okkur gaman að fá hrós erlendis frá, við viljum vera frábær. Hey, við erum frábær!

Þess vegna fengu einhverjir sting í hjartað þegar erlendur maður, sem segist hafa verið búsettur á Íslandi í átta ár, vandaði okkur ekki kveðjurnar í athugasemd undir grein á vefsíðu Guide To Iceland.

Maðurinn er enskumælandi, en nánast óskrifandi, en hér birtum við lausþýdda lýsingu hans af Íslandi og íslensku þjóðinni.

 

 

„Ég bjó á íslandi í átta ár og þetta var versta tímabil lífs míns.

Fólk skilur ekki hvað bíður handan fallegs landslagsins; þú þarft að búa þar til að upplifa það.

Á íslandi er versta veður sem um getur og það rignir stanslaust, eða snjóar og þar er ekkert sumar.

Íslenska þjóðin er afskaplega skítug og þar fer enginn í sturtu.

Þau ganga um með óhreint, fitugt hár. Ísland er eins konar Afríka norðurlandanna.

Það er ekki hægt að eiga neins konar líf þarna og þú gerir sömu hlutina aftur og aftur.

Þegar þig langar að gera eitthvað öðruvísi leyfir veðrið það ekki og það er drepleiðinlegt.

Á Íslandi er hæsta sjálfsmorðstíðni heims og íslendingar taka meiri þunglyndislyf en nokkur önnur þjóð og það er ekki vinalegt andlit að sjá á götum úti.

Þeir hafa ljótar og illa farnar tennur þar sem tannhirða er svo kostnaðarsöm.

Þar er mikið um geðveiki vegna þess að í gamladaga var mikið um sifjaspell og heimilin eru full af einhverfu fólki.

Íslendingar nota app þegar þeir fara út á lífið sem gengur úr skugga um þau sofi ekki hjá skyldmennum sínum.

Þeir taka illa á móti erlendu blóði og samkynhneigðu.

Þeir handtóku enga bankamenn í kjölfar hrunsins árið 2008 og fólk er enn að borga skuldir sínar þrátt fyrir að fréttamiðlar segi annað.

Ef þú vilt ekki drepa þig skaltu halda þig fjarri Íslandi.“

 

 

Vitanlega voru fáir sammála frásögn mannsins sem á við lítil rök að styðjast, en hann stóð fast á sinni skoðun og fannst mikilvægt að koma henni á framfæri, enda er Ísland hreint helvíti á jörð samkvæmt lýsingum hans.

Við skulum þakka fyrir það að flestir ferðamenn og aðrir erlendir gestir fara fegurri orðum um land og þjóð.

13.03.2016 14:41

Afmælisbarn dagsins

Hamingjuóskir með 9 ára afmælið Alexander minn

12.03.2016 14:46

Planið pússað

Hamast við að hreinsa planið fyrir Strandagönguna, sem var svo frestað vegna veðurs.

 

 

 

 

09.03.2016 23:38

Goðdalur

Goðdalur er eyðibýli í samnefndum dal sem gengur inn úr Bjarnarfirði á Ströndum. Samkvæmt munnmælum stóð þar hof til forna og fer miklum sögum af álagablettum í dalnum. Í Goðdal vex stinnasef (Junvus spuarrosus) sem er ein af sjaldgæfari plöntum sem vaxa á Íslandi. Þar eru víða laugar og heitar uppsprettur. Sumarbústaðir eru nú í Goðdal.

Búið var í Goðdal þar til í desember 1948, en þá féll snjóflóð á bæinn og lagði hann í rúst.

Miklum snjó hafði kyngt niður á Ströndum og mynduðust hengjur í Hólsfjalli og víðar.

Snjóskriður féllu víða og rufu símalínur svo að á mörgum stöðum varð sambandslaust á milli bæja.

Heimilisfólkið í Goðdal var heima þegar flóðið féll.

Það var um 130 metra breitt og reif bæjarhúsin af grunni sínum og bárust þau langt niður á tún.

Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir flóðið sem farið var fram að Goðdal, enda var aftakaveður þessa daga.

Þótt ótrúlegt sé voru bóndinn á bænum og dóttir hans ennþá með lífsmarki þegar hjálpin barst og grafið var í flóðið, en hún dó sama dag.

Jóhann bóndi í Goðdal lifði í nokkur ár eftir snjóflóðið, en náði sér aldrei.

Alls fórust sex manns í snjóflóðinu, en þrjú af börnum hjónanna í Goðdal voru fjarverandi í skólum þegar slysið varð.

Árið 1998 var reistur minnisvarði um þá sem lét lífið í snjóflóðinu í Goðdal, en þá voru 50 ár liðin frá þeim voðaatburði.

Minnisvarðinn stendur neðan við Bjarnarfjarðarháls, um 300 metra frá neðstu beygjunni.

09.03.2016 23:32

Borgarland

 

Borgarland er býsna sérkennilegt og þar þykir mörgum óvenju fallegt.

Tjarnir og mýrar, fuglalíf og gróðurfar, klettaborgir og magnað útsýni gera gönguferð um svæðið ævintýri líkasta.

Austan Borgarness er útsýni yfir Króksfjörð og í suður sér yfir Saurbæ, Skarðströnd og Breiðafjarðareyjar.

Vestan megin, handan Berufjarðar, er Reykjanesfjall með Barmahraun og Barmahlíð vaxin blómum og kjarri, sem skáldið Jón Thoroddsen gerði fræga þegar hann orti um hlíðina sína fríðu.

Borgarnes er miðsvæðis á gamalli megineldstöð, Króksfjarðareldstöð.

Stórfenglegustu ummerki hennar eru blágrýtisfjöllin sem rísa til norðurs. Þar bera Vaðalfjöllin af, stuðlaðir blágrýtisgígtappar sem stíga tignarlega í átt til himna og sjást langar leiðir að. Hæstu tindar þeirra eru um 509 metrar.

Hnjúkarnir hafa upphaflega verið hleifar inn í hraunlagastöflunum og hafa myndast þegar ísaldarjökullinn gróf hraunlögin í burtu og þeir stóðu einir eftir, 100 metrum hærri en bergið í kring.

Borgarlandið er alsett sérkennilegum klettaborgum, hnjúkum og tindaröðum, sem eru fornar gígrásir eldstöðvarinnar.

Samspil fjölmargra afbrigða hefur skapað fjölbreyttar og litskrúðugar bergmyndanir.

Vestan undir bænum Borg sem staðsettur er undir Fálkahamri og Háuborg er bólstraberg.

Það er vísbending um það að þar hafi gosið neðansjávar.

Yst á Borgarnesi er basalthóllinn Bjartmannssteinn, sem einnig er forn gígtappi.

Bjartmannssteinn er kaupstaður, miðstöð álfaviðskipta í sveitinni.

Gróðurfar á Borgarnesi er litríkt, einkum á bökkum Hafrafellsvatns sem fjölmargar plöntutegundir prýða.

Þarna eru fleiri tjarnir og mýrar en á nokkrum öðrum stað á Vestfjörðum, sem hefur gert Borgarland að kjörvarplendi votlendisfugla.

Annað séreinkenni Borgarlands eru sjávarmenjar sem finnast mjög víða á nesinu. Á Ísaldartíma hefur Borgarnesið orðið fyrir ágangi skriðjökla og þegar ísinn hopaði hefur mestallt landið verið undir sjó.

Í Borgarlandi er því víða að finna minjar um mismunandi sjávarstöðu

09.03.2016 18:52

Finna oft ef farið er

Þegar menn hafa ekkert að gera heima hjá sér þá fara menn og finna sér verkefni og

finna þau og koma með fenginn heim.  Snillingar.

                                                                                                                                                     

05.03.2016 15:16

Vorboðin ljúfi mætt

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir  úr Skaftártungum  mætti til okkar 1 mars í fósturtalningu

var búin að næla sér í slæma pest í Húnavatnssýslunni en lét það ekki

á sig fá og hélt ótrauð áfram með hjálp hita og verkjastillandi lyfja

dugnaðarforkur þessi kona.

29.02.2016 23:53

Fúsi lasinn

 

Læknirinn mættur

 

25.02.2016 18:00

Þarna var gaman

 
Þarna var gaman að fylgjast með

25.02.2016 17:47

Nú er tíminn

Nú er góður tími að dunda sér í sápugerð, alltaf til á lager ef einhver vill versla núna.

23.02.2016 20:15

Tekið úr BBL

Ætla nú að vona að bændur fari  nú í alvöru að fara að bólusetja þeir sem hafa verið að þráast við

undanfarin ár að bólusetja ekki og halda því statt og stöðugt fram að þetta hafi eingan tilgang,

og ekki er það heldur gott þegar einstakir  dýralæknar eru líka halda því fram að

tilgangurinn sé enginn með þessu og bændur vitna í þá.

Svo  þetta er ekki bara skot út í loftið hjá Sauðfjárveikivarnarnefnd Stranda og nágrennis

hvetja bændur til þessa, svo nú er lag að fara að byrja  næsta haust, allt gert til varnar 

og halda heilbrigði dýranna okkar.

Ánægð með þennan pistil og segir okkur allt.

Lungnapest.

 

Fræðsluhornið 23. febrúar

 

Lungnasjúdómar í sauðfé, viðvarandi vandamál

Páll Stefánsson, dýralæknir
 
Lungnapest, lungnakregða og lungnaskemmdir af völdum lungnaorma sem
orsaka hóstakjöltur í ásetningslömbum og yngra fé fram eftir öllum vetri eru vandamál
íslenskra sauðfjárbænda með tilheyrandi missi og afurðaskaða í stórum stíl.   
 
Margir af þeim gripum sem veikjast ekki þannig að eftir sé tekið,
líða fyrir þessa sjúkdóma vegna vefjaskaða   sem átt hefur sér stað á lungnavefnum
en háir þeim alla ævi í vexti og afurðum þó lítið sem ekkert beri á daglegum einkennum.
 
Á haustdögum og fyrri part vetrar hafa komið upp all mörg tilfelli heiftugra lungnapestartilfella
þar sem menn eru skyndilega að missa   fullþroskuð og vel haldin   slátur- og ásetningslömb.    
Aðrir sauðfjárbændur standa frammi fyrir vandamáli lungnakregðunnar með slælegar heimtur
og illa þroskuð og ræfilsleg lömb í lok sumars og hausts.
 
Lungnasjúkdómar í   íslensku sauðfé eru all nokkuð rannsakaðir og skilgreindir.  
Það sem við vitum er að lungnapestarbakteríurnar eru alla jafna til staðar í koki og munnholi alls sauðfjár í landinu,
eitthvað örlítið mismunandi eftir landshlutum, en þær valda jafnan ekki skaða nema þær fái aðstoð og kjöraðstæður til að fjölga sér.  
Þær aðstæður geta verið mjög fjölbreyttar og stundum óútreiknanlegar eins og stress vegna sundurdráttar eða flutnings,
kulda eða vosbúðar,
fóðurbreytinga eða annars konar skaða einhverra innri þátta eins og lungnaorma og ekki síður
þess slæma undirliggjandi þáttar sem kregðubakterían er,  
en hún er lúmskur dragbítur sem nýtir sér allt mögulegt til fjölgunar og framdráttar.   
 
Samhengi sjúkdómanna er ótrúlega mikið að mínu mati og til þess að berjast gegn þeim
öllum verða menn að nýta þær varnaraðgerðir sem við þekkjum gegn hverjum og einum.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Lungnapest
 
Þessi sjúkdómur er útbreiddur um allan heim og eru sjúkdómsvaldarnir þrjár ákveðnar bakteríutegundir.  
Algengust til að valda heiftugum dauðsföllum er bakteríutegundin „Mannheimia haemolytica“  
en tegundirnar „Pasteurella multocida“ og „Bibersteinia trehalosi“   eru einnig þátttakendur og
geta verið ríkjandi í ákveðnum tilfellum sitt á hvað.
 
Einkenni lungnapestar eru nokkuð augljós í heiftugum tilfellum.  
Gripir verða slappir á örskömmum tíma leggjast fyrir og drepst á fáeinum klukkutímum með hausinn strekktan fram þar sem í
mörgum tilfellum má sjá blóðlitaða froðu leka fram úr vitum og gripirnir kafna í eigin blóði.
Á fyrstu stigum sjúkdómsins koma hefðbundin sýkingareinkenni fram eins og slappleiki með háum hita (41-42 °C ), hraðari öndun og svo hreinlega sofna gripirnir út af í heiftugri sýkingu eins og að ofan er lýst.  
Oft tekur þetta ferli ekki lengri tíma en 6–12 klst. Einstaka tilfelli eru hægfarari og taka lengri tíma en þau tilfelli eru sjaldgæfari.

Krufningsmynd heiftugrar lungnapestar er nokkuð dæmigerð.  

Þegar brjóstholið er opnað blasa við blóðdrukkin lungu með einkennum sem líkja má við rauðmálaða mynd af landakorti þar sem há fjöll eru dökkrauð og láglendi aftur daufara í roða og ef menn skera þvert í stærsta lungnablaðið og kreista þá vellur blóðlituð froða út um skurðarsárið.  

Lungnavefurinn er mun þyngri en hann á að vera og ef hann er settur í

vatn flýtur hann ekki eins og heilbrigður lungnavefur myndi gera heldur sekkur að stórum hluta. Í brjóstholinu sjálfu er iðulega blóðlitaður vökvi.

 
Meðhöndlun gegn skyndilegri lungnapest er yfirleitt engin því blóðeitrunin er það hröð að fúkkalyf, jafnvel þó að þau séu gefin í stórum skömmtum beint í æð, ná ekki að stöðva sýkinguna.
 
Eina ráðið til að hindra lungnapest er regluleg fyrirbyggjandi bólusetning allrar hjarðarinnar.  
Því miður er þó staðreyndin sú að bólusetningin dugar ekki alltaf því breytileiki bakteríanna í innri gerð og framleiðslu
eiturefna sinna er erfiður þáttur í sjúkdómsferlinu.  
Á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum er þó samfellt verið að vinna að rannsóknum á breytileika
lungnapestarbakteríanna með það að markmiði að þróa betra bóluefni gegn sjúkdómnum sem
vonandi nýtist öllum sauðfjáreigendum í framtíðnni.
Það bóluefni sem nú er framleitt virkar þó mjög vel í flestum tilfellum sem upp koma og sem fyrirbyggjandi bólusetning er það nauðsynlegt.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Lungnakregða
 
Orsakavaldur þessa sjúkdóms er baktería sem kallast „Mycoplasma ovipneumoniae“.
Þessi baktería er svolítið sérstök að því leyti að hún býr yfir byggingarlegri og hegðunarlegri sérstöðu   því að utan um hana er ekki eiginlegur frumuveggur (fúkkalyf eyðileggja yfirleitt frumuvegg bakteríanna í virkni sinni ) auk þess sem hún sýnir afbrigðilega hegðun í efnaskiptum og verður þannig iðulega afar óútreiknanleg í þeim skaða sem hún veldur. Hún hefur í raun þá sérstöðu að hún er tiltölulega máttlaus ein og sér og   þarf aðstoð annarra þátta til að fjölga sér og valda skaða.
Þessir þættir geta verið margskonar eins og   stress vegna þrengsla, kuldi, vosbúð, þungt loft í húsum og erting öndunarvegarins út frá því, skaði sá sem lungnaormar valda   á lungnavefnum á hringferð sinni innan brjóstholsins og síðast en ekki síst tilheyrandi viðvera lungnapestarbakteríanna í koki og slímhimnu efri öndunarvegarins sem bíða færis á að fjölga sér ef skilyrði leyfa. Rétt er þó að taka fram að lungnaormarnir skaða meira afturblöð lungnanna á meðan t.d. kregðubakterían skaðar fremri lungnablöðin.
Samhengi skaðans felst þó fyrst og fremst í almennri eyðileggingu lungnavefjarins og minni afkastagetu hans til loft- og efnaskipta og þ.a.l. almennt lakari mótstöðu.
 
Lungnakregða er sjaldnast bráðasjúkdómur heldur nær bakterían hægt og bítandi að valda skaða.  
Lömb smitast frá móður, sem er lifandi smitberi, snemma vors og á 6–8 vikum fara einkenni að birtast.
Lömbin fá hægfara króníska lungnabólgu sem gerir þau móð, þreytt og slöpp.
Þau missa lyst og lífsþrótt þannig að þau þroskast hægar og verða í vandræðum með að fylgja mæðrum sínum.
Úti í náttúrunni verða þau sjálfkrafa auðveldari bráð auk þess sem ákveðinn fjöldi þeirra drepst af völdum sjúkdómsins.
Þau lömb sem hafa það af eru vanalega mun lakari í vigt og þroska að hausti en jafnaldrar.
 
Lyfjameðhöndlun gegn lungnakregðu er harla léleg til árangurs.  
Byggist það á því sem ég hef nefnt hér að ofan að bakterían sjálf er mjög erfið viðureignar og ekki síður á þeirri staðreynd að ef lungnakregðan er búin að hreiðra um sig þá er vefjaskaðinn yfirleitt orðinn það mikill í lungnavefnum að lækning í þeim skilningi getur ekki átt sér stað.
Vissulega eru til fúkkalyf sem ná bakteríunni, en þau koma vanalega of seint og einstaklingsmeðhöndlanir eru dýrar.
Krufningsmynd lungnakregðu í sauðfé sýnir vanalega samgróninga á lungnahimnu við brjóstholið (brjósthimnubólga) sérstaklega í fremsta lungnahlutanum auk þess sem lungnavefur er dökkrauður eða brúnleitur, mjög þéttur og þegar skorið er í lungnavefinn sést mjög seigt gráhvítt slím í öndunarvegi. 
Til að berjast gegn áhrifum og skaða lungnakregðunnar verður að sjá til þess að umhverfi og atlæti sé sem best auk þess að stunda fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hinum skaðvöldunum sem eru lungnaormarnir og lungnapestarbakteríurnar.
 
Af reynslu manna sem hafa lent í kregðuvandamáli í hjörðum sínum má sjá að með tíð og tíma minnka einkenni hægt og bítandi ef vel er hugsað um loftræstingu í húsum, passað upp á atlæti gripanna og hugað vel að bólusetningu gegn lungnapest og skipulegum ormalyfsgjöfum.
Til eru þau dæmi að á   2–3 árum hafa menn þannig komist út úr kregðuvandamálum.   
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Lungnaormar
 
Hér á landi eru vitað með vissu um tvær tegundir þráðorma í sauðfé sem sækja sérstaklega í lungnavef.  
Annars vegar er um að ræða hinn svokallaða stóra barkapípuorm (Dictyocaulus filaria) og hins vegar um lungnaörðuorminn (Muellerius capillaris). Þróunarferill þessara orma er með þeim hætti að kynþroska ormar sem lifa í barka og berkjum gefa af sér fjölda ormaeggja sem gripir hósta upp úr sér vegna ertingar og kyngja síðan, en með saurnum berast eggin í hagann.
Eggin þroskast í lirfur og með ákveðnum fjölda hamskipta (dagar/ vikur / mánuðir / allt eftir hita og tíðarfari) verða þessar lirfur smithæfar og skríða á grastoppa til að láta éta sig aftur. 
Úr meltingarveginum skríða lirfurnar í gegnum þarmavegginn inn í   kviðarhol, æðar og bora sig í gegnum lungnavefinn til að komast afur í barkann, en þar ná þær kynþroska til að fjölga sér áfram.  
Þetta ferðalag þeirra veldur verulegum skaða á líffærum gripanna, sérstaklega lungnavefnum, sem síðan aðrir sjúkdómsvaldar eins og kregðu- og lungnapestarbakteríur nýta sér.  
Í stóra samhenginu verða menn að gera sér grein fyrir að ormarnir skaða lungnavefinn og veikja mótstöðukraft gripanna gagnvart bakteríunum.
 
Krufningarmynd ormasýkinga í lungum leynir sér ekki við skoðun.  
Víða um lungnablöðin má sjá staðbundnar blæðingar og vefjaskemmdir eftir hringferð þeirra, sérstaklega aftast í stóru lungnablöðunum og með tímanum myndast litlir hnúðar sem geta verið kalkaðir.
 
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
 
Samantekt
 
Til að koma í veg fyrir missi og afurðatap af völdum lungnasjúkdóma í sauðfé verða menn að líta á lungnasjúkdómana í heild sinni sem eitt vandamál og berjast gegn þeim öllum. 
 
Til að berjast gegn kregðu verða menn að vera duglegir að gefa breiðvirk ormalyf gegn lungnaormum, bólusetja gegn lungnapest og sjá til að loftræsting og aðbúnaður í húsum sé í lagi.   
 
Til að fyrirbyggja lungnapest verður að bólusetja alla hjörðina reglulega með lungnapestarbóluefni, stunda reglulega ormalyfsgjöf með breiðvirku ormalyfi og sjá til að aðbúnaður sé einnig í lagi.
 
Erfiðast verður þó alltaf að hindra smit af völdum lungnaorma en möguleikinn á að halda þeim eins mikið í skefjum og við getum er þó til staðar. Þar höfum við til umráða breiðvirk og góð ormalyf.  
Þar er lykilatriði með lömb sem eru á heimahögum fram eftir vori og sumri og fara síðan í úthaga eða afrétt að áður en þeim er sleppt sé þeim gefið breiðvirkt ormalyf til að klippa á smitkeðju lungnaormanna.  
Með þeirri aðgerð má draga verulega úr þeim skaða sem ormarnir valda.
Síðan þegar ásetningur hefur verið ákveðinn að hausti er þeim lömbum gefið aftur breiðvirkt ormalyf sem fyrst eftir að þau eru tekin á hús auk þess sem þau eru tvíbólusett gegn lungnapest. 
 
Einungis með slíkum markvissum aðgerðum má halda lungnaskaða sauðfjár í lágmarki.
 
Páll Stefánsson, dýralæknir

 

23.02.2016 19:56

Fengum aðstoðarfólk við gjafir