05.03.2019 11:45
11 -28 feb
Lífið hefur gengið sinn vana gang þessa dagana en einkennist töluverð að skíðagöngu
þessa dagana 16 feb fyrsta félagsmótið Kjartansmót haldið í skíðagöngu og tók bóndinn þátt í því,
sjálf sat ég uppi með gestkomanda sem fylgdi mér hvert fótmál (Ristill)
haldin var 23 feb. Strandagangan og voru fjórir fulltrúar héðan í þeirri göngu
og allir fengu verðlaun frá fyrsta til þriðja sæti, síðan var kominn undirbúningur fyrir Vasa gönguna
í Svíþjóð sem eru 90 km. og verður sunnudaginn 3 mars og fara tveir fulltrúar héðan
og eru að fara í fyrsta skiptið í þessa göngu. Bóndinn fór tvisvar á þessu tímabili í
snjómokstur út Selströnd og Bassastaðaháls.Fórum á kynningarfund vegna færanlegt
sláturhús áhugaverður fundur í Króksfjarðarnesi og sæmilega mætt.
Yfir og út.