17.02.2019 23:48

1 - 10 feb.

 

Þessi mánuður byrjar með hörku frosti og stillu 5 feb. fór að hvessa að norðan 

og skafa  einnig hlánaði aðeins en ekki  neitt til að tala um.

Höfum getað farið á gönguskíðin mjög hressandi íþrótt ef ekki er hægt að fara á skiðin

þá er farið í þreksalinn eða í  hópíþrótt sem boðið er upp á í  íþróttasalnum.

Fengum elsta soninn og tvo drengina hans í heimsókn  eina helgina.

Gerðumst uppvaskarar  eftir þorrablótið á Drangsnesi gert  til styrktar Skíðafélagsins.

Fjarðargangan var haldin á Ólafsfirði ekki var hægt að hafa hana á laugadeginum

 vegna veðurs, en færð á sunnudag og var gerð braut 5 km. innanbæjar 

því hætta var á snjóflóðum þar sem hún átti að vera, tveir afleggjarar frá  okkar 

fóru á á mótið og gerðu góða hluti.

Yfir og út.