13.01.2019 13:32
11-20 jan
Hlýtt hefur verið suðlægar áttir í byrjun janúar, og fauk grindverkið kringum kirkjugarðinn að hluta um koll í sv. rokinu, en þann 12 fór að snúast í norðlægar áttir og frysta einnig snjóa þótt ekki værið það mikið.
skíðafélagið ætlar að hafa sína fyrstu æfingu í Selárdalnum þann 13/1 snjórinn er mjög lítill og kemur grasið allstaðar uppúr þegar troðið er
þann 17 jan var Flandrahlaup það fjórða í Borganesi og voru 3 fulltrúar héðan í hlaupinu, hlaupið var í frekar slæmu færi slabb og sleipt
19 jan snúast vindar aftur í suðlægar áttir og frostlaust,
fyrsta Íslandsgangan fór fram þann 19 jan á Akureyri Hermannsgangan og eigum við tvo fulltrúa þar spennandi að fylgjast með því,
veðrið var slæmt og þurfti að fresta um 3 klst. og einnig stittu þeir brautina úr 24 km. í 16 km. veðrið gekk ekki niður fyrr en að gangan var yfirstaðin.
Aftur hlánaði þann 20 jan. en spáin segir að eigi að frysta starx aftur.
Yfir og út.