16.01.2015 16:19

Þjónustusvæði dýralækna

 

REGLUGERÐ
um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum.
 
1. gr.
Reglugerð þessari er ætlað að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landsvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna eru af skornum skammti.

Til að tryggja framangreint skal dýralæknum sem starfa á slíkum landsvæðum tryggð skv. reglugerð þessari greiðsla vegna starfa þeirra á hlutaðeigandi landsvæðum og til að koma upp starfsaðstöðu.

 
2. gr.
Þeim landsvæðum sem falla undir reglugerðina er skipt upp eftir þjónustusvæðum og eru:

Þjónustusvæði 1:
Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.

Þjónustusvæði 2:
Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur.

Þjónustusvæði 3:
Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur.

Þjónustusvæði 4:
Húnaþing vestra, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnavatnshreppur.

Þjónustusvæði 5:
Þingeyjarsveit (nema Fnjóskadalur), Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð (nema Bakkafjörður).

Þjónustusvæði 6:
Bakkafjörður (fyrrum Skeggjastaðahreppur), Vopnafjarðarhreppur, Fljótdalshérað, Fljótdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð (nema Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður).

Þjónustusvæði 7:
Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður.

Þjónustusvæði 8:
Sveitarfélagið Hornafjörður.

Þjónustusvæði 9:
Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.