18.07.2014 20:20

Varnarlínur

 

Tveir þingmenn spurðu um málefni sauðfjárveikivarnalína á Alþingi í vetur.  Svar við fyrirspurn Þórunnar Egilsdóttur um fjármögnun varnarlína var lagt fram fyrir skömmu.  Þar kemur fram að MAST sé að vinna gagnagrunn um ástand núverandi lína og á þeirri vinnu að ljúka í ár, en jafnframt kemur fram að fyrirhugað sé að skipa starfshóp til að endursskoða að nýju skipan varnarlína.  LS hefur ekki verið tilkynnt um slíkan hóp, en síðustu endurskoðun lauk 2006, en úrvinnslu þeirra tillagna lauk hinsvegar ekki fyrr en þremur árum seinna, eða 2009.

Áður var búið að leggja fram svar við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um niðurrif aflagðra varnarlína, en svör við henni eru mjög stuttaraleg og varpa litlu ljósi á það sem spurt er um.