16.09.2013 19:58

Fjölbreytni er snilldin í landbúnaðinum

Þær Hallfríður Ósk (t.v.) og Sigríður Ólafsdóttir eru báðar með háskólagráðu í búvísindum. stækka

Bændurnir í Víðidalstungu.

„Hugurinn stóð alltaf til þess að fara út í búskap og því hefur það alltaf legið beint við að við systur tækjum við. Og við vílum þetta ekkert fyrir okkur. Meginmálið er að afla sér þekkingar á viðfangsefnum og hvernig á að leysa þau.“

Þannig mælir Hallfríður Ósk Ólafsdóttir bóndi í Morgunblaðinu í dag. Hún og Sigríður systir hennar, sem báðar eru um þrítugt, stunda sauðfjárbúskap í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra, en foreldrar þeirra, þau Brynhildur Gísladóttir og Ólafur B. Óskarsson töldu fyrir nokkrum misserum orðið rétt að minnka við sig, komin að sjötugu. Á vetrarfóðrum á bænum eru um 500 fjár og í sauðburðinum í voru bættust um 800 stykki við.

„Við erum báðar lausar og liðugar og erum oft spurðar hvort við þurfum ekki karla með okkur í búskapinn sem mér finnst frekar brosleg spurning. Konur geta orðið hvað sem þær vilja, rétt eins og karlarnir,“ segir Hallfríður meðal annars í samtalinu.