20.03.2013 12:40

Kjöt


Meðalverð hækkar um 10 kr. vegna aukagreiðslna

Sigurður Eyþórsson skrifaði | .

Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Norðlenska og sláturhús KVH hafa öll tilkynnt um uppbótargreiðslur vegna innleggs síðasta árs eins og fram hefur komið.  Ekki hefur heyrst um hvort SAH, Fjallalamb eða Sláturfélag Vopnfirðinga muni greiða sambærilegar greiðslur.

Með ofangreindum aukagreiðslum er vegið meðalverð á lambakjöti til bænda 2012 orðið tæpar 539 kr/kg. Það er 10 krónum hærra en áður en þær komu til.  Heildarhækkun frá árinu 2011 er þá um 36 kr/kg eða rúm 7%.  Landssamtök sauðfjárbænda fóru fram á að verðið yrði 550 kr/kg þegar viðmiðunarverð var gefið út í fyrra.

Verð fyrir annað kindakjöt er með sama hætti orðið 252 kr/kg sem er hækkun um 3 kr/kg á milli ára eða rúmlega 1%.