19.03.2013 21:23

Girðingar

Hörð mótmæli í Húnaþingi

Sigurður Eyþórsson skrifaði | .

Sveitarstjórn Húnaþings vestra mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að engum fjármunum verði varið til viðhalds sauðfjárveikivarnargirðinga á landinu á þessu ári. Það er álit sveitarstjórnar að með þessari ráðstöfun sé áratuga starfi tengt vörnum við útbreiðslu búfjársjúkdóma stefnt í mikla tvísýnu sem kunni að hafa ófyrirsjáanlegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér.

Þetta kemur kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarfundar Húnaþings vestra frá 14. mars síðastliðinn. Þar segir einnig að verði ákvörðun þessari ekki breytt og fjármunir til viðhalds girðinganna tryggðir nú þegar af hlutaðeigandi stjórnvöldum sé lífsafkomu bænda ógnað vegna hættu á útbreiðslu alvarlegra búfjársjúkdóma og sé ábyrgð þeirra sem í hlut eigi því mikil.

Sjá hér.  Sjá einnig ályktun Búnaðarþings 2013 um málið.