29.10.2012 18:11
Nú fer veturinn að heilsa okkur
Allar kindur eru komnar síns heima ,3 síðustu komu heim í dag þær voru í Hólasunndalnum og voru ekkert á því að koma heim hafa líkast til ekki séð veðurspána í dag enda er netsambandið ekkert í þessum dal og vildu vera þar sem engin truflun væri, þær sem eru á myndinni komu í gær ásamt tveimur öðrum ofan Kleppustaði, allar veturgamlar.
Skrifað af Labbi