08.10.2012 22:31
Ekkert fyndið lengur
Bóndinn fór á stað í morgunn í leit af kindum í von um að fá sínar eigin kindur sem okkur vantar, en kemur þess í stað heim með 12 stk. bláar og hvítar og þurfti að skilja eftir tvær er gáfust upp, verður farið á morgun að vitja um þær, þessar kindur voru í Skaflagilinu sem er fremst í Aratungudal, komið var heim eftir 5 1/2 tíma göngu eftir mikið streð enda eru þær ekki að fara í rétta átt, þessar kindur voru frá 5 bæjum.
Skrifað af Labbi