14.03.2012 18:40

Vinna og veður

Það sem er af þessum mánuði er búið að vera miklar hitasveiflur í veðrinu annað hvort frost eða þíða og ekkert minnka svellin á túnunum þó að þiðni alltaf kemur snjórinn ofan á allt aftur þó ekki í miklum mæli, snjórinn heldur sér ennþá á fjöllum sem betur fer fyrir þá sem hafa atvinnu af því, bóndinn er búinn að taka af öllu fénu og höfum við ekki tekið  af svona snemma fyrr, alltaf gott að þetta er búið þessi erfiði,  Birkir tók af gemilngunum sem voru ansi fjörugir og erfitt að taka þeim. Búið er að fósturtelja fyrir viku  svo nú er verið að telja saman hvað lömbin munu vera mörg í vor og panta merkin fyrir vorið þau munu líklega verða fyrir valinu merkin frá Höfða og þá örmerki sem við erum nokkuð forvtin að kynna okkur, nokkuð spennandi dæmi það, en nokkuð dýrt startið en getur þess í staðinn sparað allt erfiðið í haustraginu og allan rugling.