Færslur: 2015 Mars

06.03.2015 12:48

Veður-Páll

Segir veturinn langt frá því kaldan og á von á kaldari vetrum næstu ár

  10:21 06. MARS 2015
Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir þennan vetur langt frá því kaldan. Hins vegar hafa sunnan- og suðvestanáttir gert íbúum á Suður- og Vesturlandi lífið leitt.
Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir þennan vetur langt frá því kaldan. Hins vegar hafa sunnan- og suðvestanáttir gert íbúum á Suður- og Vesturlandi lífið leitt.
 

Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar.

Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll.

Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu.

Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“

Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður.

„Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll.

Fylgstu með á veðurvef Vísis. 

 
 

04.03.2015 13:18

Lúmskur andskoti

 
03.03.2015 Fréttir - Dýraheilbrigði

Riðuveiki greindist í síðustu viku á búi í Skagafirði. Aðeins er um mánuður síðan riða greindist á Vatnsnesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

Fyrir skömmu fékk bóndinn í Valagerði í Skagafirði grun um riðuveiki í þremur ám og hafði samband við dýralækni. Kindunum var lógað og sýni send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti nokkrum dögum síðar að um hefðbundna riðuveiki væri að ræða. Búið er í Skagahólfi en þar hefur riðuveiki komið upp á átta búum á undanförnum 15 árum en á þessu búi hefur veikin ekki greinst áður.

Fyrir aðeins um mánuði síðan greindist riðuveiki á búi á Vatnsnesi en þá hafði hefðbundin riða ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Unnið er að gerð samnings um niðurskurð á því búi og í kjölfarið verður fénu lógað. Þessi tvö tilfelli eru ótengd enda sitt í hvoru varnarhólfinu. Strangar reglur gilda um flutning fjár milli varnarhólfa og annars sem borið getur smit. Þessi tvö nýju tilfelli sýna að baráttunni við riðuveikina er langt í frá lokið og eru bændur hvattir til að vera á varðbergi gagnvart einkennum og hafa samband við dýralækni fái þeir grun um veikina. Einkenni riðu eru breytileg, um getur verið að ræða kláða, taugaveiklun og óeðlilegar hreyfingar. Í sumum tilvikum koma aðeins sum þessara einkenna fram en í öðrum öll.

Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búinu í Skagafirði til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Allt frá því ákveðið var að hefja átak gegn riðuveiki, fyrir rúmlega 30 árum síðan, með það að markmiði að útrýma veikinni hefur ráðherra ávallt fyrirskipað niðurskurð þegar riða hefur greinst og aðar aðgerðir ekki komið til álita. Á nýjunda áratug síðustu aldar var skorið niður á tugum búa á hverju ári en mjög hefur dregið úr tíðni veikinnar og á undanförnum árum hefur hún aðeins greinst á stöku búum.

Ítarefni

03.03.2015 12:19

Fyrir forvitna


Niðurstöður skýrsluhalds 2014.

Bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær þar sem fædd lömb eftir fullorðnar ær eru fleiri en 1,9,

fædd lömb eftir veturgamlar ær eru fleiri en 0,9,

reiknað dilkakjöt eftir fullorðna kind er landsmeðaltal eða meira,

gerðarmat sláturlamba er yfir 9,2,

fitumat sláturlamba á bilinu 5,4 - 7,6,

hlutfall gerðar og fitu yfir 1,3. 

              

Strandasýsla   Fullorðnar ær       Veturgamlar ær       Kjötmat    
      fædd kg.e     fædd kg.e   fall gerð fita
Býli Eigandi fj.áa lömb kind   fj.áa lömb kind   þungi    
                         
Bær Gunnar og Pálína 511 1,93 29,4   123 0,99 11,5   16 9,2 6,2
Heiðabær Guðrún Smáradóttir 182 1,91 31,3   31 1,23 14,5   16,9 9,3 6,6
Heydalsá Ragnar og Sigríður 509 2,07 36,8   125 1,33 20,5   18,5 10,7 7,1
Heydalsá Guðjón Sigurgeirsson 316 1,94 33,8   93 1,28 16,7   18,2 10,5 7,3
Litla-Ávík Sigursteinn Sveinbjörnsson 214 1,9 29   35 1 15   16,2 9,8 6,5
Melar 1 Björn og Badda 341 1,91 30,8   84 1,08 14,2   17 10,7 6,7
Miðdalsgröf Reynir Björnsson 276 1,98 32,9   62 1,21 17,6   17,4 9,9 6,9
Skálholtsvík Guðmundur Waage 611 1,99 29,9   126 1,35 15,7   15,8 9,2 6,7
Smáhamrar Guðbrandur og Björn 280 2,04 36,8   86 1,4 14,9   18,1 11 7,3
Staður Marta og Magnús 281 1,9 33,9   60 1,35 18,4   18,8 9,8 7,2
Steinstún Guðlaugur Ágústsson 250 1,93 29,7   51 1,18 13,3   15,9 9,6 6,5
Valdasteinssstaðir Áslaug Ólafsdóttir 374 1,95 30,3   88 1,28 15,8   16,6 9,2 6,5