10.04.2012 17:50

Páskalok

Páskarnir byrjuðu með mjög góðu veðri og enduðu með ruddaveðri,  allt hvítt á láglendi.

Fengum alla heimalingana heim sem var bara notalegt utan að Sigvaldi veiktist um nóttina er hann kom sennilega nóróvírus, en það veiktist enginn annar af okkur allan tímann, en Guðrún var orðin veik um kvöldið er hún kom heim til sín djö... óþverra pest tekur viku til 10 daga að jafna sig á þessu.

Annars var helgin góð allir sem gátu borðað fengu sín egg, helgin er bara allt of stutt.